Margrét Einarsdóttir (Sæbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Einarsdóttir húsfreyja á Sæbergi fæddist 9. mars 1897 á Strönd í Meðallandi, V.-Skaft. og lést 12. júlí 1979.
Foreldrar hennar voru Einar Einarsson húsmaður og bóndi á Strönd, f. 2. janúar 1866 á Strönd, d. 3. janúar 1912 í Suður-Hvammi í Mýrdal, og kona hans Guðlaug Hákonardóttir húskona, húsfreyja, ljósmóðir, f. 13. júní 1869 í Suður-Hvammi, d. 10. október 1908 í Efri-Ey í Meðallandi.

Margrét var með foreldrum sínum á Strönd til ársins 1899, í Efri-Ey 1899-1909, tökubarn í Garðakoti í Mýrdal og síðan vinnukona þar 1909-1916.
Hún var vinnukona í Suður-Hvammi 1916-1918, í Garðakoti 1918-1921.
Margrét fór til Eyja 1921.
Þau Vilhjálmur, eignuðust tvö börn, bjuggu á Bergstöðum 1922, í Reykholti 1923 og 1925, voru komin að Sæbergi 1927 og bjuggu þar meðan bæði lifðu.
Vilhjálmur lést 1961.
Margrét bjó síðar hjá Elínu dóttur sinni á Ásavegi 18. Hún flutti til Hafnarfjarðar við Gos, bjó síðast á Móabarði 9.
Hún lést 1979.

Maður Margrétar var Vilhjálmur Guðmundsson verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður, f. 24. janúar 1896, d. 27. september 1961.
Börn þeirra:
1. Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 á Bergstöðum, d. 16. desember 2015.
2. Elín Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1924 í Reykholti, d. 29. ágúst 1998.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.