Þór Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. september 2019 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2019 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðfinnur Þór Pálsson. '''Guðfinnur ''Þór'' Pálsson''' frá Ósgerði í Ölfusi, verkstjóri, bifreiðastjóri, matsveinn, afgreiðs...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðfinnur Þór Pálsson.

Guðfinnur Þór Pálsson frá Ósgerði í Ölfusi, verkstjóri, bifreiðastjóri, matsveinn, afgreiðslustjóri fæddist 15. ágúst 1934 í Hæðargarði í Landbroti, V-Skaft. og lést 4. janúar 2017 á dvalarheimilinu Bæjarási í Hveragerði.
Foreldrar hans voru Páll Guðbrandsson bóndi í Fagurhlíð og Hæðargarði í Landbroti og í Ósgerði, f. 11. apríl 1887 á Hraunbóli á Brunasandi, V-Skaft., d. 4. október 1964 í Reykjavík, og kona hans Gyðríður Einarsdóttir frá Kársstöðum í Landbroti, húsfreyja, f. þar 29. maí 1894, d. 27. september 1962 í Ósgerði.

Þór var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Ósgerði 1936 og var með þeim þar 1950.
Hann leitaði sér vinnu í Eyjum 1952 og var matsveinn við Hraðfrystistöðina.
Þau Guðjóna fluttust til Selfoss 1958, þar sem Þór var vörubifreiðastjóri.
Þau fluttu til Eyja 1962 og þar var hann verkstjóri við Fiskimjölsverksmiðjuna.
Hjónin fluttu með börn sín í Kópavog og bjuggu þar síðan. Þar var hann í fyrstu sendibílstjóri, en lengst var hann afgreiðslustjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, véladeild. Síðustu ár starfsferils síns starfaði Þór við afgreiðslustörf hjá Ingvari Helgasyni hf.
Þau Guðjóna giftu sig 1956, eignuðust tvö börn.
Guðjóna lést 2006 og Þór 2017.

I. Kona Guðfinns Þórs, (1956), var Guðjóna Þórey Guðnadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 30. nóvember 1930 í Ártúni, d. 23. maí 2006.
Börn þeirra:
1. Atli Heiðar Þórsson viðskiptafræðingur, starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, f. 12. nóvember 1959, d. 27. febrúar 2018.
2. Árni Þórsson, ættleiddur sonur þeirra, býr í Kanada, f. 15. janúar 1966.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. janúar 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.