Þórður Rafn Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2019 kl. 11:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2019 kl. 11:23 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þórður Rafn Sigurðsson.

Þórður Rafn Sigurðsson frá Siglufirði, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 9. janúar 1943.
Foreldrar hans voru Sigurður Bjarni Jón Jakobsson bóndi á Dalabæ á Úlfsdölum, síðar á Siglufirði, f. 24. júní 1901, d. 1. október 1980, og Þórhalla Hjálmarsdóttir, f. 4. september 1909, d. 8. desember 1988.

Þórður nam vélstjórn á námskeiði Fiskifélags Íslands á Akureyri 1961, lauk Stýrimannaskólanum 1964.
Hann byrjaði skipstjórn á Jóni Stefánssyni VE-49 sumarið 1963, var síðan skipstjóri á sama bát frá vorinu 1964 til áramóta 1966-1967. Þá tók hann við skipstjórn á bátum hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja til áramóta 1968-1969. Hann varð skipstjóri og stýrimaður á Ísleifi III. og IV til 1974, var verkstjóri hjá Fiskiðjunni janúar til maí 1975.
Hann keypti mb. Dala-Rafn VE 508 í maí 1975 og var skipstjóri á honum. Einnig átti hann og gerði úr Ölduljónið VE-130 1980-1981.
Þau Ingigerður keyptu togarann Dala-Rafn VE 508 1993. Þórður var skipstjóri á honum lengst af. Útgerðin fékk m.a. umhverfisverðlaun LÍÚ árið 2006 og var valið snyrtilegasta fyrirtækið í Vestmannaeyjum 2002.
Þau seldu skipið með kvóta 2014.
Þau starfa nú við ferðaiðnað og reka tvo ferðabáta, Halkion og Teistu, og tvo Ribsafaribáta, Stóra-Örn og Ölduljónið.
Þau Rafn giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn, bjuggu í fyrstu í Víðidal, þá á Strembugötu 23, Bröttugötu 9, síðan á Fjólugötu 27 í 39 ár, en búa nú í Birkihlíð 6.

1. Kona Þórðar Rafns, (1. mars 1964), er Ingigerður Reykjalín Eymundsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 1. mars 1942 á Hásteinsvegi 35.
Börn þeirra:
1. Íris Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, stjórnandi sjúkraliðabrautar Fjölbrautarskóla Suðurlands, f. 3. september 1964. Maður hennar er Valur Örn Gíslason.
2. Eyþór Þórðarson skipstjóri, f. 14. júlí 1966. Fyrsta kona hans Margrét Helgadóttir, önnur kona hans Helga Vestmann. Kona hans er Helga Björk Georgsdóttir.
3. Ægir Þórðarson tölvufræðingur hjá Landsbanka Íslands, f. 10. júní 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Þórður Rafn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.