Kristín Jónsdóttir (Múla)
Kristín Jónsdóttir frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Múla fæddist 27. nóvember 1869 og lést 10. september 1954.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, þá bóndi, bókbindari, síðar í Reykjavík, f. 12. ágúst 1835, d. 2. júlí 1917, og Kristín Jónsdóttir vinnukona, f. 14. júlí 1843, d. 13. mars 1929.
Kristín var með vinnukonunni móður sinni á Ysta-Skála undir Eyjafjöllum 1870 og á Moldnúpi þar 1880.
Hún var vinnukona á Barkarstöðum í Fljótshlíð 1890, bústýra hjá Þorsteini Jónssyni hálfbróður sínum, bónda í Syðstu-Mörk u. V-Eyjafjöllum 1901 og þar var Jón Sigurðsson bróðursonur bónda, eins árs.
Hún fluttist frá Fit þar til Eyja 1908 með Jón Sigurðsson fósturson sinn og frænda, var bústýra og síðan eiginkona Jónasar á Múla.
Þau giftu sig 1914, eignuðust tvö börn, tvíbura, en misstu annað þeirra tæpra sex ára. Þau fóstruðu Jón Sigurðsson. Hann var hjá þeim til fullorðinsára.
Kristín móðir Kristínar fluttist til þeirra 1911, lést 1929.
Jónas lést 1951 og Kristín 1954.
Maður Kristínar, (24. maí 1914), var Jónas Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, fiskimatsmaður frá Stóru-Tungu í Bárðardal, f. 6. júlí 1869, d. 28. nóvember 1951.
Börn þeirra:
1. Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, hafnarstjóri, yfirverkstjóri, f. 17. desember 1912, d. 2. júlí 1996.
2. Kjartan Jónasson, f. 17. desember 1912, d. 26. nóvember 1918.
Fóstursonur Kristínar, sonur Sigurðar Jónssonar, bróður Þorsteins í Syðstu-Mörk, en þau Kristín, Sigurður og Þorsteinn voru hálfsystkin, samfeðra:
3. Jón Sigurðsson verkamaður, sjómaður, rithöfundur, síðar í Ártúni og á
Vestmannabraut 73, f. 12. febrúar 1900, d. 24. janúar 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Minningar Sigurðar frá Syðstu-Mörk. Útg. Einar Sigurðsson 1950. Prentstofan Ísrún, Ísafirði.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.