Ólafur Guðmundsson (Oddhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2017 kl. 18:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2017 kl. 18:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður í Oddhól fæddist 14. október 1888 á Stekkjarhjáleigu í Hálssókn í S-Múlasýslu og lést 20. mars 1955 á Akureyri.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson vinnumaður víða, húsmaður, bóndi á Hvalnesi og Kömbum í Stöðvarfirði, síðar vinnumaður á Breiðabólstað í Fljótshlíð, f. 19. september 1843 í Lambhaga á Rangárvöllum, d. 16. ágúst 1914, og kona hans Guðrún Ásgrímsdóttir húsfreyja, vinnukona, f. 30. maí 1857, d. 25. febrúar 1953.

Systir Ólafs í Eyjum var
1. Guðrún Vilhelmína Guðmundsdóttir húsfreyja í Hákonarhúsi, Kirkjuvegi 88, f. 5. ágúst 1884 á Hvalnesi í Stöðvarfirði, d. 1. júní 1968.

Ólafur var með foreldrum sínum á Búlandsnesi í Hamarsfirði 1890, var á Keldum á Rangárvöllum 1899, sveitarbarn í Oddhól þar 1901, vinnumaður þar 1910.
Ólafur fluttist að Velli 1911, var leigjandi með Sigurbjörgu á Hólmi 1912-1914.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1915 og voru leigjendur í Miðey í lok ársins, leigjendur í Ásgarði 1916-1920.
Þau voru komin í Oddhól, nýtt hús sitt við Brekastíg, 1921 og bjuggu þar meðan báðum entist líf, en Sigurbjörg lést 1937.
Ólafur fluttist til dóttur sinnar á Akureyri 1942. Hann lést 1955.

I. Kona Ólafs, (26. desember 1915), var Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 í Efri-Rotum u. V-Eyjafjöllum og lést 15. ágúst 1937.
Börn þeirra voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lyfrarsamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.