Sæfinna Jónsdóttir (Varmadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sæfinna Jónsdóttir frá Útverkum á Skeiðum, húsfreyja í Varmadal fæddist 3. desember 1868 og lést 18. apríl 1961.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson bóndi, f. 24. júlí 1839, d. 1. maí 1901, og kona hans Bjarnþóra Bjarnadóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1840, d. 11. október 1929.

Sæfinna var með foreldrum sínum á Útverkum í æsku, var enn með þeim 1890.
Hún giftist Ásbirni Eiríkssyni 1892, var húsfreyja á Blómsturvöllum á Eyrarbakka og eignaðist með honum tvö börn.
Ásbjörn lést 1898.
Þau Þórður komu ásamt börnum hennar, Eiríki Valdimar og Jónínu Þóru, frá Blómsturvöllum að Klöpp í Stokkseyrarsókn 1900.
Sæfinna var húsfreyja á Klöpp 1901 með Þórði, Ástu nýfæddri og börnum sínum frá fyrra hjónabandi, þeim Jónínu Þóru og Eiríki Valdimar.
Hún var húsfreyja á Klöpp 1910 með Þórði og fimm börnum þeirra. Eiríkur Ásbjörnsson 17 ára háseti á þilskipi frá Reykjavík var hjá þeim.
Hjónin voru á Klöpp 1920 með börnin Pál og Ingveldi Önnu (Ingu).
Þau fluttu til Eyja 1921 og bjuggu í Varmadal með börnin Pál og Ingveldi Önnu (Ingu) 1930.
Sæfinna var sjúklingur hjá Eiríki á Urðavegi 41 1940, en Þórður var hjá Jónínu Þóru stjúpdóttur sinni á Heiðarhóli, (Brekastíg 16).
Þórður lést 1941. Sæfinna bjó hjá Eiríki til dánardægurs 1961.

Sæfinna var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (22. júní 1892), var Ásbjörn Eiríksson bóndi á Óseyrarnesi í Eyrarbakkahreppi, f. 17. júní 1860, d. 22. júní 1898.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Valdimar Ásbjörnsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. maí 1893, d. 24. nóvember 1977.
2. Jónína Þóra Ásbjörnsdóttir húsfreyja á Heiðarhól, ((Brekastíg 16), f. 19. apríl 1896, d. 1. desember 1967.

II. Síðari maður Sæfinnu, (18. desember 1900), var Þórður Sigurðsson bóndi, sjómaður í Klöpp í Stokkseyrarsókn, síðar, verkamaður í Varmadal, f. 28. ágúst 1859 í Háfi í Holtum, d. 19. júní 1941.
Börn þeirra:
3. Ásta Þórðardóttir saumakona í Reykjavík, f. 22. ágúst 1901 á Klöpp á Stokkseyri, d. 25. janúar 1966.
4. Páll Þórðarson í Varmadal, f. 3. október 1903 á Klöpp á Stokkseyri, verkamaður, síðar kyndari á Akureyri, d. 19. maí 1992.
5. Filippía Þórðardóttir, f. 25. desember 1904 á Klöpp á Stokkseyri, d. 10. júlí 1920. Hún var ógift og barnlaus.
6. Þorfnnur Þórðarson, f. 5. október 1907, d. 27. nóvember 1908.
7. Hinrik Andrés Þórðarson bóndi á Útverkum á Skeiðum, f. 13. apríl 1909 á Klöpp, d. 15. desember 1998.
8. Ágúst Þórðarson, f. 5. ágúst 1910, d. 10. mars 1911.
9. Ingveldur Anna Þórðardóttir (Inga Þórðardóttir leikkona) húsfreyja, leikari, f. 21. október 1911 á Klöpp, d. 15. júlí 1973.
Barn Þórðar með Guðnýju Jónsdóttur á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, f. 22. apríl 1859, d. 19. nóvember 1905.
10. Sigurður Þórðarson bifreiðastjóri í Eyjum, síðar í Keflavík, f. 28. september 1895 í Árbæ í Holtum, d. 21. mars 1951.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.