Sigurður Þórðarson (Heiðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Þórðarson.

Sigurður Þórðarson frá Árbæ í Holtum, bifreiðastjóri fæddist þar 28. september 1895 og lést 21. mars 1951.
Foreldrar hans voru Þórður Sigurðsson, þá ráðsmaður í Árbæ, síðar sjómaður, verkamaður, f. 28. ágúst 1859 í Háfi í Holtum, d. 10. júní 1941, og Guðný Jónsdóttir frá Efra-Hvoli, þá vinnukona í Árbæ, f. 22. apríl 1859, d. 19. nóvember 1905.

Sigurður var sex ára fósturbarn á Kaldbak í Keldnasókn á Rangárvöllum 1901, vikadrengur þar 1910, hjú á Ytri-Hól í V.-Landeyjum 1920.
Hann flutti til Eyja 1923, var leigjandi, bifreiðastjóri í Heiðardal við Hásteinsveg 2 1930, bifreiðastjóri í Jómsborg 1934.
Sigurður flutti til Keflavíkur, bjó síðast á Kirkjuvegi 9a þar.
Hann lést 1951.

I. Barnsmóðir hans var Stefanía Bjarnleifsdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1910, d. 25. mars 1966.
Barn þeirra:
1. Þórkatla Sigríður Sigurðardóttir, f. 23. september 1934. Maður hennar Johansen.

II. Barnsmóðir Sigurðar var Sigurborg Jóhanna Kristjánsdóttir frá Ísafirði, f. 1. september 1905, d. 17. júlí 1953.
Börn þeirra:
2. Pétur Sigurðsson sjómaður á Akureyri, f. um 1935.
3. Þórður Kristinn Sigurðsson í Reykjavík, f. 14. september 1945 í Reykjavík. Kona hans Hrafnhildur Guðbjartsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.