Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Þegar Surtsey reis úr sæ

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. febrúar 2016 kl. 16:24 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. febrúar 2016 kl. 16:24 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Þegar Surtsey reis úr sæ'''</big></big></center><br> <big>'''I. Eldur úr hafi'''</big><br> '''Hinn 14. nóvember 1963 hófst eldgos á fornri fis...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þegar Surtsey reis úr sæ


I. Eldur úr hafi
Hinn 14. nóvember 1963 hófst eldgos á fornri fiskislóð Vestmannaeyinga, þar sem áður hafði verið 130 metra hafdýpi og fiskislóð, sem nefnd var „Skerin saman” eða „Hóllinn”.
Sem forðum Afródíte, ástargyðja Grikkja, steig þarna úr öldum hafsins eyja sem varð, er lauk, önnur stærsta eyja Vestmannaeyja um 2,7 ferkm. að stærð. Þegar gosinu lauk eftir 3 1/2 ár, í júní 1967, var það næstlengsta gos, sem orðið hefur á sögulegum tímu á Íslandi. Eyjan hlaut sem kunnugt er nafnið Surtsey.
Í bókinni eftir dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem kom út á vegum Almenna Bókafélagsins í nóvember 1964, segir Sigurður svo frá upphafi þessa einstæða eldgoss:

„Kl. 6.30 að morgni hins 14. nóvember 1963 var mótorbáturinn Ísleifur II frá Vestmannaeyjum staddur nálœgi 4 sjómílum vestur af Geirfuglaskeri, syðstu eynni í Vestmannaeyjaklasanum og syðstu ey Íslands. Skipverjar höfðu nýlokið við að leggja línu frá Brekanum, rétt norðan uf Ásley (sbr. 4. textamynd) þangað suðureftir. Þeir fóru síðan fram í lúkar til að fá sér kaffi, en kl. 6.55 fór vélstjórinn, Árni Guðmundsson, upp á þilfar og varð þá var við ókennilega lykt, sem hann hugði vera af slagvatni frá kjalsogi bátsins. Hann gætti nánar að þvi, hvort svo vœri, en varð einskis var, og sinnti þessu þá ekki lengur, en fór og lagði sig. Í sama mund kom skipstjórinn, Guðmar Tómasson, upp á þiljur og fann einnig einhverja fýlu, sem hann ekki skilgreindi, en þóttist síðar viss um að hefði verið brennisteinsfýla. Hann fór einnig og lagði sig, en var vakinn kl. 7.20 af kokkinum, Ólafi Vestmann. Ólafur hafði verið á baujuvakt, en orðið þess var, um kl. 7.15, að báturinn hreyfðist öðruvísi en áður, var farinn að snúast sem í hringiðu og rugga nokkuð. Hann fór þá að líta i kringum sig til þess að gá að baujunni, sem hann brátt kom auga á, en sem hann gekk afturfyrir stýrihúsið grillti hann í hálfdimmunni eins og þústu eða klett uppúr sjónum suðaustur af bátnum og átti einskis ills von á þeim stað. Svo áttaði hann sig á því, að þetta var reykur, hugði fyrst að skip vœri að brenna og fór því niður og vakti skipstjórann, sem fyrr segir. Hann kom uppá þilfar og sýndist honum einnig i fyrstu, sem skip væri að brenna.
Hann kallaði því upp Vestmannaeyja radíó til að vita hvort þar hefði heyrst nokkuð neyðarkall, en svo var eigi. Þá tók hann sjónauka sinn og beindi að þessu fyrirbæri og sá, að svartar gjallsúlur stigu rétt upp úr yfirborði sævarins og grunaði þá þegar gos. Var báturinn þá staddur 0,9 sjómílur frá þessu fyrirbæri. Kul var af austri. Skipstjórinn kallaði nú aftur upp Vestmannaeyja radíó og tilkynnti álit sitt, en lét bátinn á meðan halda í áttina til þessa undarlega fyrirbæris og - svo vitnað sé í lokaorð bréfs þess, sem kokkurinn skrifaði mér síðar - „það sem við sáum þá veit nú alheimur". Neðansjávargos var byrjað við Vestmannaeyjar. Er þeir áttu um hálfa sjómílu ófarna að gosinu jókst ólgan í sjónum mjóg og virtist nálgast bátinn, svo að þeir snéru frá í bili. Telur skipstjórinn að gossprungan hafi þá verið að lengjast til norðausturs. Gosið óx nú jafnt og þétt, og fyrir klukkan 8 voru gjallsúlur farnar að ná um 60 m hæð, en þær risu upp á tveimur eða þremur aðskildum stöðum. Kl. 10 sigldu þeir aftur í áttina til gosstöðvanna, því eins og skipstjórinn skrifaði mér, voru þeir klárir á því, að ef þetta fyrirbœri hætti brátt, mytndi þeim aldrei verða trúað, er þeir segðu frá því, og því vildi hann kanna þetta enn betur eigin augum. Þeir komust nú nokkru nær en áður. Var þá grjótflug úr svörtu strókunum og í þeim voru eldingarleiftur. Vélstjórinn mældi þá hitann í sjónum við skipshlið og var hann um l l°c, en hefði að réttu lagi átt að vera 7-8°c um þettu leyti árs. Ekki heyrðist neinn hávuði frá gosinu. Lega eldstöðvanna var síðar ákvörðuð og reyndist veru 63°18´ norðlægrar breiddar og 20°36.5' vestlœgrar lengdar, 3 sjómílur vestsuðvestur af Geirfuglaskeri, en 14 sjómílur suðvestur af Vestmannaeyjakaupstað.

Að beiðni minni fyrir nokkrum árum sem ritstjóra Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja rifjaði vélstjórinn á Ísleifi II, Árni Guðmundsson frá Eiðum, upp aðdraganda og minningar um hinn sögufræga róður á Ísleifi 14. nóvember 1963. Ég tel það mikinn feng fyrir Sjómannadagsblað Vestmannaeyja að fá vitnisburð eins skipverjanna á Ísleifi II um þennan einstæða atburð - upphaf Surtseyjargossins. Hvergi á frásögn og minningar um gengna félaga, sem þarna komu við sögu, frekar að geymast en í blaði sjómanna í Vestmannaeyjum.
Árna á Eiðum þarf vart að kynna Vestmannaeyingum. Hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og ól þar allan sinn aldur fram að eldgosinu á Heimaey árið 1973. Árni stundaði sjóinn frá unglingsaldri, beitti fyrst 15 ára gamall og var einn af traustustu vélstjórum Eyjaflotans. Hann var venjulega með bestu aflamönnum flotans og má hér nefna báta eins og Sjöstjörnuna, Kára Ve 47 og Ísleif II og IV. Árni stundaði sjóinn í um 35 ár og var síðustu árin á aflaskipinu Ásþór frá Reykjavík. Í bili a.m.k. er hann kominn í land og býr í Kopavogi.
G.Á.E.

II. Ísleifur II. í Danmerkurferð
Vélbáturinn Ísleifur II Ve 36 var keyptur frá Esbjerg í Danmörku af Ársæli heitnum Sveinssyni rétt um eða eftir 1950. Báturinn hét áður Karen Hjördís og var byggður úr eik í Fåborg á Suðurfjóni árið 1949. Hann var gerður út frá Esbjerg og var 59 rúmtonn brúttó. Aflvél 150 B.H.K. „Alpha" dísel og síðar 280 ha. Alfa. Þessi bátur hefur alltaf verið hin mesta happafleyta. Hann er afburða sjóskip og hefur alla tíð gengið frá Eyjum. Ísleifur II var hvað bestur í aftökum. Báturinn er nú í eigu Kristjáns Óskarssonar skipstjóra og Arnórs Valdimarssonar vélstjóra og heitir Emma Ve 219.
Ísleifur var gerður út á humarveiðar sumarið 1963 og gengu þær veiðar vel, því að þá var ekki eins nærri gengið stofninum, sem raun ber vitni í dag. Veiðum lauk fyrstu dagana í ágúst, þar sem ákveðið hafði verið að báturinn færi út til Friderikshavn í Danmörku og fengi þar nýja „Alpha" dísel vél í stað þeirrar gömlu, en hún hafði ávallt reynst traust, en þótti nú of lítil og var komin til ára sinna.
Síðdegis hinn 10. ágúst í norðaustan kalda var svo farið frá Básaskersbryggju og var fyrsti áfangi Þórshöfn í Færeyjum.
Fimm manna áhöfn var á bátnum, skipstjóri Guðmar heitinn Tómasson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, góður aflamaður og vakti athygli fyrir aflasæld nokkrum árum síðar, er hann stýrði happaskipinu Ísleifi IV, stýrimaður var Gísli Einarsson (Guðmundssonar frá Málmey), vélstjóri sá er þetta ritar, Árni Guðmundsson frá Eiðum, 2. vélstjóri Hrólfur Pétursson, ættaður að vestan, flinkur sjómaður og matsveinn Ólafur heitinn Vestmann, velþekktur sjómaður í Eyjum. Einn farþegi var með til Færeyja, Sveinn Jónsson vélsmiður.
Siglt var í besta veðri austur með landi, en þegar komið var austur á móts við Ingólfshöfða tók norðaustan áttin að færast í aukana og héldust 8-9 vindstig allt til Þórshafnar. Farmurinn var mestmegnis brotajárn og var báturinn óvenju fastur fyrir sjó og vindi og ólíkur sjálfum sér og lagðist skjólborð inn bakborðsmegin.
Í Þórshöfn var tekin brennsluolía og er Sveinn hafði kvatt var haldið í loka áfangann. Nú höfðu orðið umskipti á veðrinu til hins betra, og fengum við óskabyr allt til áfangastaðar í Fredrikshavn á Jótlandi. Siglt var inn úr hafnarmynni Fredrikshavn að næturlagi í þeirri mestu úrhellis rigningu, er ég man til. Lagst var að fyrstu bryggju, er við sáum, síðan gengu allir til náða. Er dagaði vorum við vaktir með hrópum og köllum og er að var gáð, voru þar komnir vopnaðir verðir. Vegna ókunnugleika höfðum við álpast inn í flotahöfn á vegum NATÓ.
Eftir að hafa gefið upp erindi og þjóðerni var okkur vísað að næstu bryggju, en ekki hefur varðgæslan verið góð. Síðan fórum við í land og hringdum heim til Vestmannaeyja til að láta vita af ferðum okkar og dvaldist okkur við það í c.a. tvo tíma.
Þegar við komum aftur um borð gafst á að líta, því að starfsmenn frá vélaverksmiðju „Ölfu" höfðu komið í millitíðinni og voru búnir að fjarlægja allt utan af gömlu vélinni.
Mér varð hugsað sem svo: Jæja, þeir verða ekki lengi að þessu karlarnir. Raunin varð nú önnur, því að verkinu lauk ekki fyrr en eftir nærri þrjá mánuði, í endaðan október.
Nýjabrumið af dvölinni fór fljótt af og gerðust menn leiðir. Það var því ánægjuleg tilbreyting, þegar Ársæll heitinn Sveinsson kom út með sína hressandi bjartsýni. Hann var að öllum öðrum ólöstuðum sá besti húsbóndi, sem ég hef átt um dagana.
Heimferðin til Eyja, sem hófst síðustu dagana í október, gekk með ágætum og sigldum við inn á höfnina í Eyjum eftir slétta fimm sólarhringa siglingu og fengum við suðvestan meinleysis veður alla leið.

III. Sögulegur línuróður 14. nóvember 1963.
Strax var hafist handa við að búa bátinn út á línuveiðar og voru róðrar hafnir um mánaðarmótin október-nóvember. Róið var á NV-slóðina og var aflinn 2 1/2-3 tonn af ýsu í róðri og henni smárri svo sem venja er á þessari slóð. Að því er mig minnir um tvöleytið, aðfaranótt 14. nóvember var haldið í róður í NV kalda, skyldi nú reyna ný mið og var haldið einskipa vestur úr Smáeyjasundi og stefna sett vestur af Geirfuglaskeri.
Er lokið var við að leggja kl. um hálf sex um morguninn, var safnast saman í lúkarnum og rennt úr kaffikönnu og skipst á fréttum. Ekki var lengi setið, því að séð var fram á stutta legu, en baujuvaktina annaðist Ólafur Vestmann, matsveinn. Þegar ég kom upp á dekk eftir að hafa drukkið kaffið fann ég einkennilega lykt, er ég hugði vera af slagvatni frá austurdælu, en það hefur auðvitað verið brennisteinsfnykur, þó að ég áttaði mig ekki á því þá. Ég gætti því ekkert frekar að þessu og sá enda ekkert. Ég hélt því áfram aftur í káetu, þar sem ég svaf og stakk mér í kojuna.
Ég var nýsofnaður, þegar kallað var til mín og er ég kom upp í stýrishús gaf á að líta. Um 20-30 metra há reykjarsúla steig upp úr sjónum nokkurn spöl frá bátnum. Fyrst datt okkur í hug, að hér væri um brennandi skip að ræða, en bæði var, að hér vorum við einskipa og við nánari athugun virtist reykjarsúlan koma beint upp úr haffletinum. Við höfðum heyrt getið um neðansjávargos og nú sáum við, að hér var eitt slíkt að hefjast.
Skipstjórinn sagði okkur að halda nær, meðan hann kallaði upp Vestmannaeyjaradíó. Við óttuðumst mest, að allt yrði horfið áður en aðrir yrðu vitni að atburðinum, en sá ótti reyndist ástæðulaus eins og alþjóð veit. En það var auðheyrt að Jón Stefánsson vaktmaður í Vestmannaeyjaradíó hélt, að hér væri venjuleg „fiskisaga" á ferð, en sagðist myndi koma þessu áleiðis. Að lítilli stundu liðinni hafði varðskip samband við okkur og kvaðst ætla að kanna þetta nánar. Í sömu andrá tilkynnti m/b Jón Stefánsson og m/b Hrafn Sveinbjarnarson, að þeir sæu umbrotin. Sífellt fór reykjarsúlan hækkandi og nú fór að bregða fyrir skærum glampa í stróknum. Við skárum á lóðina, er við höfðum dregið þrjú bjóð og fórum alveg upp að þessu og var það furðulegt hve lítill hávaði fylgdi með.
Er leið á morguninn færðist líf í tuskurnar og eitt sinn töldum við tíu flugvélar, er sveimuðu yfir höfði okkar. Nóg var að gera við talstöðina og þurftu fréttamenn fjölmiðla margs að spyrja.
Þess má geta að næst gosstöðvunum var sem von var ördeyða á línuna, en er fjær dró fór afli að glæðast og reyndist róðurinn fimm tonn í lokin, af góðum fiski. Næstu vertíð aflaðist vel í námunda við Surtsey og ennfremur var ágæt síldveiði næstu sumur á sama stað.
Í þessum sögufræga róðri vorum við fimm á bátnum, Guðmar heitinn Tómasson skipstjóri, Hermann Pálsson stýrimaður, en Gísli Einarsson fór í land, þegar komið var úr siglingunni frá Danmörku, undirritaður, Árni frá Eiðum vélstjóri, Hrólfur Pétursson sem fyrr getur 2. vélstjóri og Ólafur heitinn Vestmann matsveinn
Lýkur hér frásögn af eftirminnilegri sjó-erð.
Til hamingju með daginn
Árni frá Eiðum.