Ólöf Bjarnadóttir (Héðinshöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2017 kl. 16:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2017 kl. 16:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ólöf Bjarnadóttir''' frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi í Holtum, húsfreyja í Héðinshöfða fæddist 31. október 1892 í Háfshjáleigu og lést 5. ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Bjarnadóttir frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi í Holtum, húsfreyja í Héðinshöfða fæddist 31. október 1892 í Háfshjáleigu og lést 5. maí 1963.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason bóndi, síðar útvegsbóndi í Götuhúsum á Eyrarbakka, f. 26. maí 1859 í Háfshjáleigu, d. 14. nóvember 1931, og kona hans Valdís Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1862 í Ásmúla í Ásahreppi í Holtum, Rang., d. 14. maí 1926.

Ólöf var með foreldrum sínum í Háfshjáleigu 1901, var vinnukona á Sjónarhól á Eyrarbakka 1910. Þau Nikulás voru vinnuhjú á Móeiðarhvoli. Þar voru þau við fæðingu Ólafs 1920, en voru vinnufólk á Hemlu í V-Landeyjum í lok ársins..
Þau fluttust til Eyrarbakka 1922, og til Eyja 1924 með þrem börnum sínum, bjuggu á Litla-Hrauni 1924, í Héðinshöfða 1927 og enn 1930, á Vestmannabraut 37, Gunnarshólma 1934, í Stakkholti 1940.
Þau Nikulás fluttust úr bænum fyrri hluta 5. áratugarins, bjuggu í Reykjavík.
Ólöf lést 1963 og Nikulás 1971.

Maður Ólafar, (1919), var Nikulás Ívarsson frá Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, verkamaður, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971.
Börn þeirra:
1. Ólafur Nikulásson, f. 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli, Rang., d. 27. maí 1987.
2. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., síðast á Selfossi, d. 9. júní 1983.
3. Inger Ester Nikulásdóttir, f. 8. júní 1924 í Rang., síðast í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
4. Ívar Nikulásson bifreiðastjóri, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.