Sigríður Árnadóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Árnadóttir húsfreyja á Hólmi í A-Landeyjum, síðast í dvöl í [[Stakkagerði], fæddist 25. ágúst 1798 á Syðri-Hól u. Eyjafjöllum og lést 17. desember 1890 í Stakkagerði.
Foreldrar hennar voru Árni Hafliðason bóndi í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1756 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 22. október 1829 í Voðmúlastaðahjáleigu, og kona hans Ingveldur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1765 á Sólheimum í Mýrdal, d. 10. júní 1817.

Sigríður var með foreldrum sínum á Syðri-Hól 1801, með þeim í Mið-Voðmúlastaðahjáleigu í A-Landeyjum 1816.
Hún giftist Diðriki 18. júlí 1824, bjó með honum á Hólmi 1824-1841. Diðrik lést 1841 og Sigríður bjó ekkja á Hólmi til 1842 og síðan með Einari til 1855, er hann drukknaði. Hún hélt búskap til 1856.
Sigríður var húskona hjá Ragnhildi dóttur sinni á Hólmi 1860.
Hún fluttist úr Landeyjum að Stakkagerði 1863 og dvaldi hjá Árna syni sínum og Ásdísi Jónsdóttur til dd. 1890.

Sigríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (18. júlí 1824), var Diðrik Jónsson bóndi á Hólmi, f. 16. september 1794 á Önundarstöðum í A-Landeyjum, d. 11. júlí 1841 á Hólmi.
Börn þeirra, sem voru í Eyjum:
1. Sigurður Diðriksson vinnumaður á Kirkjubæ 1843, f. 10. apríl 1826.
2. Þórður mormóni, var síðar brikkleggjari í Spanish Fork í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894.
3. Árni Diðriksson bóndi og formaður í Stakkagerði, f. 18. júlí 1830, hrapaði til bana 28. júní 1903.
4. Guðmundur Diðriksson fósturbarn á Vesturhúsum, f. 23. febrúar 1834, d. 25. maí 1848.
5. Magnús vinnumaður í Stakkagerði, f. 1. apríl 1837, drukknaði í mars 1863.
6. Guðlaugur vinnumaður á Miðhúsum, f. 25. júní 1838, d. 14. febrúar 1860.

II. Síðari maður Sigríðar, (24. október 1842), var Einar Jónsson bóndi frá Eystri-Fiflholtshjáleigu í V-Landeyjum, f. 5. ágúst 1815, drukknaði 29. september 1855 við Landeyjasand.
Barn þeirra var
7. Guðmundur Einarsson tómthúsmaður í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882. Hann fór til Utah 1882.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.