Hallberg Halldórsson (kaupmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2017 kl. 14:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2017 kl. 14:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hallberg Halldórsson (kaupmaður)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Hallberg Halldórsson bifreiðastjóri, síðar kaupmaður fæddist 4. maí 1910 í Borgarkoti á Skeiðum og lést 24. september 1982.
Foreldrar hans voru Halldór Einarsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 25. nóvember 1884 í Saurbæ í Holtum, d. 22. ágúst 1942, og sambýliskona hans Sigríður Guðjónsdóttir frá Sölvaholti í Hraungerðishreppi, húsfreyja, síðast í Njarðvíkum, f. 9. október 1887, d. 12. september 1967.
Fósturforeldrar Hallbergs voru Ófeigur Sigurðsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 20. febrúar 1851, d. 11. júní 1940 og kona hans Halldóra Halldórsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1850, d. 29. mars 1933.

Hallberg var með foreldrum sínum á Grettisgötu 42 B í Reykjavík 1910, en foreldrar hans skildu og hann ólst upp í Borgarkoti á Skeiðum. Þar var hann 1920 og enn 1930.
Þau Þuríður hófu búskap á Stokkseyri, eignuðust Halldóru 1932, fluttust til Eyja 1935. Þau bjuggu á Mosfelli við fæðingu Jennýjar 1935, á Helgafellsbraut 17 1940 og 1945.
Þau Þuríður skildu og Hallberg giftist Irmu 1950. Þau bjuggu á Steinsstöðum, eignuðust tvö börn.
Hallberg lést 1982.

Hallberg var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (skildu), var Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum, d. 6. apríl 1998.
Börn þeirra:
1. Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016.
2. Jenný Hallbergsdóttir, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.

II. Síðari kona hans, (24. desember 1950), var Irma Halldórsson, fædd Pöhls, frá Hamborg í Þýskalandi, húsfreyja, f. 12. mars 1929.
Börn þeirra:
1. Helga Jósefína Hallbergsdóttir, f. 3. júní 1952 á Steinsstöðum.
2. Ragnar Werner Hallbergsson, f. 21. maí 1957 á Steinsstöðum.

III. Barnsmóðir Hallbergs var Bjarney Elísabet Narfadóttir verkakona, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 19. mars 1909, d. 19. september 1986.
Barn þeirra var
3. Hörður Hallbergsson rafvirki, yfirverkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, f. 5. júní 1932 í Hafnarfirði, d. 20. desember 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.