Svipmundur Ólafsson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. ágúst 2015 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. ágúst 2015 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Svipmundur Ólafsson bóndi á Loftssölum í Mýrdal, síðast á Löndum, fæddist 23. nóvember 1825 í Hryggjum í Mýrdal og lést 22. júlí 1912 í Eyjum.
Faðir hans var Ólafur bóndi á Skeiðflöt í Mýrdal, f. 24. febrúar 1792 í Pétursey í Mýrdal, d. 16. júlí 1832 á Skeiðflöt, Pétursson bónda í Pétursey, f. 1753 í Norðurgarði í Mýrdal, d. 25. ágúst 1816 í Pétursey, Jónssonar bónda í Mýrdal, f. 1719, á lífi 1801, Sigurðssonar, og (líklega) fyrri konu Jóns Sigurðssonar, Þuríðar húsfreyju, f. 1727, Eiríksdóttur.
Móðir Ólafs á Skeiðflöt og kona Péturs í Pétursey var Ingveldur húsfreyja, f. 1755, d. 22. júní 1818, Ólafsdóttir bónda á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1724, d. 8. september 1805, Alexanderssonar, og konu Ólafs á Ketilsstöðum, Hólmfríðar húsfreyju, f. 1728, d. 30. maí 1803, Hallgrímsdóttur.

Móðir Svipmundar og kona Ólafs bónda á Loftssölum var Solveig húsfreyja, f. 1798 á Brekkum í Mýrdal, d. 16. desember 1865, Sveinsdóttir bónda í Hryggjum, f. 1758, d. 20. október 1838, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal, f. 1715, Jónssonar, og fyrri konu Eyjólfs á Hvoli, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, Sigurðardóttur.
Móðir Solveigar á Brekkum og kona Sveins í Hryggjum var Guðrún húsfreyja, f. 1760 í Kálfholti, d. 7. júlí 1834 á Skeiðflöt, Þórðardóttir prests í Kálfholti í Holtum, f. 1727, d. 20. desember 1770, Sveinssonar, og konu sr. Þórðar, Guðfinnu húsfreyju, f. 1734, Þorsteinsdóttur.

Kona Svipmundar á Loftssölum og Löndum var, (5. júní 1862), Þórunn Karítas húsfreyja, f. 10. mars 1839 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 12. mars 1910 í Skarðshjáleigu þar, Árnadóttir bónda á Dyrhólum, f. 10. október 1803 á Norður-Hvoli, d. 13. nóvember 1866, Hjartarsonar bónda á Norður-Hvoli í Mýrdal, f. 1773 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 26. nóvember 1854 á Norður-Hvoli, Loftssonar bónda víða, en síðast að Reynisholti í Mýrdal, f. 1740 í Ytri-Ásum, d. 1801 í Reynisholti, Ólafssonar, og fyrri konu Lofts, Guðríðar húsfreyju, f. 1739, d. 1778, Árnadóttur.
Móðir Árna á Dyrhólum og kona Hjartar á Norður-Hvoli var Kristín húsfreyja, f. 1766 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 12. júlí 1834 á Hvoli í Mýrdal, Árnadóttir bónda í Kerlingardal, d. 30. júlí 1791, Jónssonar, og konu Árna í Kerlingardal, Oddnýjar húsfreyju, f. 1742, d. 29. apríl 1821 á Mið-Hvoli, Sæmundsdóttur.

Móðir Þórunnar Karítasar og kona Árna bónda á Dyrhólum var Elín húsfreyja, f. 19. mars 1809, d. 15. febrúar 1893 á Dyrhólum, Þorsteinsdóttir bónda, síðast á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1786 á Vatnsskarðshólum þar, d. 26. janúar 1845 á Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar bónda á Vatnsskarðshólum, f. 1746, d. 9. júlí 1834 á Ketilsstöðum, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins, Karítasar húsfreyju, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar og konu hans Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Elínar á Dyrhólum og kona Þorsteins á Eystri-Sólheimum var Elín húsfreyja, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 16. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttir bónda á Syðsta-Hvoli í Mýrdal, skírður 2. janúar 1748, d. 26. ágúst 1819 á Hvoli, Eyjólfssonar, og konu Jóns Eyjólfssonar, Elínar húsfreyju, f. 1748, d. 29. september 1807 á Syðsta-Hvoli, Sæmundsdóttur.

Svipmundur var hjá foreldrum sínum í Hryggjum og síðan á Skeiðflöt til 1851. Hann var vinnumaður á Felli í Mýrdal 1851-1853, á Vatnsskarðshólum 1853-1854, í Garðakoti í Mýrdal 1854-1856, á Dyrhólum þar 1856-1860, á Norður-Hvoli 1860-1861, á Skeiðflöt 1861-1862, á Hól undir Eyjafjöllum 1862-1866.
Hann var bóndi á Loftssölum í Mýrdal 1866-1897. Þá var hann hjá dóttur sinni í Skarðshjáleigu þar 1897-1905, fluttist þá til Eyja og var hjá Friðriki syni sínum til æviloka 1912.

Börn Svipmundar og Þórunnar Karítasar Árnadóttur voru:
1. Elín Svipmundsdóttir húsfreyja, f. 1864.
2. Árni Svipmundsson, f. 1865.
3. Ólafur Svipmundsson verkamaður á Löndum, f. 29. maí 1867, d. 1. júní 1946 í Eyjum.
4. Ingvar Svipmundsson vinnumaður í Nýjabæ 1890-1895, f. 27. nóvember 1868, d. 28. nóvember 1898 á Seyðisfirði.
5. Friðrik Svipmundsson útvegsbóndi á Löndum, f. 15. apríl 1871, d. 3. júlí 1935.
6. Ragnhildur Svipmundsdóttir vinnukona í Landlyst 1901, húsfreyja í Stakkahlíð, f. 11. desember 1879. Hún fluttist til Vesturheims.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.