Ingvar Sigurðsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingvar Sigurðsson vinnumaður á Gjábakka fæddist 20. júlí 1875 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi og lést 27. október 1896 á Gjábakka.
Foreldrar hans voru Sigurður Gunnlaugsson bóndi á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, skírður 18. apríl 1841, d. 25. febrúar 1892, og kona hans Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 25. október 1840, d. 25. september 1930.

Bróðir Ingvars var Páll Sigurðsson bifreiðastjóri í Laufholti.

Ingibjörg móðir Ingvars var dóttir Árna Pálssonar bónda í Rimakoti og konu hans Inveldar Ormsdóttur húsfreyju. Ætt Ingvars var víðfeðm í Eyjum.
Móðursystkini hans voru mörg þar. Sjá þau á síðu Bjargar Árnadóttur á Vilborgarstöðum.

Ingvar var með foreldrum sínum í æsku, var léttadrengur í Litlu-Hildisey í A-Landeyjum 1890.
Hann fluttist til Eyja 1896, vinnumaður á Gjábakka, og lést síðla árs.
Ingvar var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.



Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.