Ritverk Árna Árnasonar/Eggert Gunnarsson
Kynning.
Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari á Víðivöllum, fæddist 4. september 1922 og lést 4. janúar 1991.
Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979, Jónsson og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1892, d. 23. apríl 1976.
Kona Eggerts var Jóna Guðrún Ólafsdóttir, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010.
Börn Eggerts og Jónu Guðrúnar:
1. Ólafur stýrimaður, f. 15. febrúar 1948.
2. Svava húsfreyja, f. 13. mars 1952, d. 9. júní 2005.
3. Gunnar skipasmíðameistari, f. 11. nóvember 1954.
4. Guðfinna húsfreyja og bankastarfsmaður, f. 14. desember 1955.
5. Sigurlaugu húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961.
6. Óskar vélavörður, f. 11. apríl 1966, d. 16. apríl 2000.
Eggerts Gunnarssonar er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Eggert Gunnarsson (Víðivöllum)
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið. Minning 20. mars 2010.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.