Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Skipstjórnarnámskeið árið 1922
Þessi mynd er af skipstjórnarnámskeiði, kennurum þess, prófdómurum og nemendum árið 1922.
Þessi námskeið voru haldin árlega hér í Vestmannaeyjum frá 1918 og fram til 1940, en strjálar úr því.
Fyrstu árin var þetta 3ja mánaða nám frá októberbyrjun til jóla eða áramóta og fór kennslan fram að kveldi dags, 2—3 klst. á dag, því að kennt var í barnaskólahúsinu.
Þeir, sem stóðust prófið, fengu réttindi til skipstjórnar í innanlandssiglingum á skipum allt að 30 smálestir brúttó. Síðar giltu þessi próf til skipstjórnar á allt að 60 brúttólesta skipi og nú að 120 lesta skipi.
Fyrstu árin og fram til 1936 veitti Sigfús Scheving þessum námskeiðum forustu og var kennari þeirra. Ekki var kennsla í tungumálum. Sigfús Scheving var fyrsti Vestmannaeyingurinn, sem hafði útskrifast frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, sem stofnsettur var árið 1897. Útskrifaðist Sigfús árið 1907.
Sigfús Scheving var hið mesta ljúfmenni, og allir þeir mörgu sjómenn, sem hann kenndi hér, blessa minningu hans.
Skýringar
Fyrsta röð kennarar og prófdómendur.
1. Hannes Jónsson lóðs, Miðhúsum, prófdómari. Hann var hér mikilsmetinn athafnamaður um 65 ára skeið. Hannes var formaður með áraskip í 39 vetrarvertíðir, þar af 37 með áttæringinn Gideon, reri á honum í 43 vertíðir. Hafnsögumaður var hann hér í 41 ár.
2. Sigfús V. Scheving, Heiðarhvammi, kennari og forstöðumaður. Hann var skýrleiksmaður og gegndi hér mörgum trúnaðarstörfum, þar með bæjarstjórnarfulltrúi í 10 ár. Vélbátaformaður var hann hér milli 10 og 20 vertíðir. Scheving var fyrsti ritari S/s Verðandi.
3. Finnbogi Björnsson, Norðurgarði, prófdómari. Hann var gamall og reyndur sægarpur, var stýrimaður á hákarlaskútum, sem gerðar voru út héðan á síðustu tugum síðustu aldar. Þá var hann og formaður á áraskipum um og fyrir síðustu aldamót. Aldamótaárið 1900 var hann með nýsmíðað áraskip, er Gísli J. Johnsen átti og hét „Nýja Öldin“. Á því skipi byrjaði Björn sonur hans formennsku, tók hann við skipinu í veikindaforföllum föður síns á miðri vertíð, var Björn þá innan við tvítugt. Fimm synir Finnboga urðu hér vélbátaformenn.
Önnur röð, nemendur
4. Guðmundur Magnússon, hálfbróðir Sigurðar Ingimundarsonar á Skjaldbreið, var formaður með m/b Baldur eina vertíð 1923. Fluttist norður til Ólafsfjarðar litlu seinna og fórst þar með m/b „Þorkel Mána“ og allri áhöfn.
5. Andrés Einarsson, Baldurshaga, nú sjóveitustjóri. Hann var hér formaður um 20 ár og mikill fiskimaður, enda með stærstu bátana í höfn þá, svo sem „Heimaey“ og „Ísleif“.
6. Vigfús Sigurðsson frá Pétursborg, nú sjúkraráðsmaður, var hér formaður í mórg ár með ýmsa báta, lengst m/b Gunnar Hámundarson, sem hann átti 3. part í.
7. Björgvin Jónsson í Úthlíð. var hér formaður um tugi ára og Iengst af á sínum eigin bátum, m/b Gottu og m/b Jóni Stefánssyni. Fonnennsku byrjaði Björgvin á m/b Mars, er hann átti að 1/3.
8. Gunnar Einarsson, Sandprýði. Hann fórst á m/b Mínervu 24. janúar 1927, var þar vélamaður í forföllum annars manns. Gunnar var formaður með m/b Múla Garðar eina vertíð.
9. Sigurður Sigurðsson. Melstað. var hér nokkrar vertíðir vélamaður, lengst á m/b Nirði. Hann vann hér síðan lengi við skipasmíðar, en er nú fluttur að Selfossi.
10. Ólafur Vigfússon, Gíslholti. Hann reri hér í 46 vetrarvertíðir, þar af 35 ár sem formaður. Hann vinnur nú í Fiskiðjunni.
11. Ásbjörn Þórðarson, Brekastíg 14, Hann var hér sjómaður um fjölda ára og margar vertíðir formaður. Hann vinnur nú í netagerð Ingólfs.
12. Jón Jónasson frá Múla, nú fiskimatsmaður. Hann reri hér í margar vertíðir, talinn hörkusjómaður.
Þriðja röð frá vinstri:
13. Sigurjón Stefánsson, Norðfirði, var hér sjómaður og reri með mági sínum, Valdimar Bjarnasyni á Staðarhóli, er þá var með m/b Lagarfoss, er síðar hét Haukur.
14. Ólafur Vilhjálmsson, Múla. Hann var sá eini, er komst lífs af, þegar sjóslysið mikla varð norðan á Eiðinn 16. desember 1924, er 8 manns drukknuðu þar af árabát. Ólafur býr nú í Reykjavík og var þar lengi togarasjómaður. Hann var eina vertíð hér með m/b Múla-Garðar, Þorbjórn Sigurhansson, hann var hér vélamaður og reri á Blikanuni hjá Sigurði Ingimuudarsyni og á fleiri bátum. Þorbjörn býr nú í Innri Njarð-vík og hefur verið þar lengi vélamaður við hrað-frystihús.
16. Guðmundur Guðjónsson. Kirkjubæ. Drukknaði i sjóslysinu á Eiðinu 16. desember 1924. Var hann að fara út í e/s Gullfoss að sækja stækkaða mynd af Jóhanni bróður sínum. sem drukknaði fyrr um sumarið (nr. 17). Hann hafði róið á m/b Hansínu í 6 vertíðir, þar af 3 sem vélamaður og var sérlega lipur og skemmtilegur sjómaður. 17. Jóhann Guðjónsson. Kirkjubæ, dmkknaði af hey-flutningabát 20. ágúst 1924. Jóhann var mikill efnisniaður, hann haíði verið eina vertíð formað-ur ineð m b Sígn'ði og átti í smíðum m/b Soffíu, er hann ætlaði að vtrða forniaður á og eiga að hdlfu ásamt Guðmundi bri3ður sínum. en Gísli J. Johnsen hálfan. 18. Einar Jónsson. Háagarði. hann fórst með allri sinni áhiifn á báti þeirra feðga, Mínervu, í eín-hverjn því mesta aftaka austan veðri, sem menn muna héi'. Einar var mikill myndar formaður og orðinn hér að mestu fiskimönnum. Hann var einn af þeim fyrstu formönnum, ásamt Ársæli Sveins-syni, er sóttu vestur af Einidrang. 19. Guðni Jónssou, Olafshúsum. fórst í fiskiróðri á 111 b Nárði. 12. febrúar 1944 í suðvestan stormi og stórsjó suður af Einidrang. Guðni var mikill og góður sjómaður og afburða karlnienni, glaðsinna og ógleymanlega góður félagi. 20. Jón Tómasson. Mörk. dáinn 2. október 1953. Jón var sjómuour hér um fjölda ára og oftast slv'ri-maður. Hann var traustur og góður sjómaður og ágíetis félagi. 21. Eyjólfur Gíslason. Bessastöðum, var sjómaður I 48 ár, þar af formaöur í 41 ár. Byrjaði formennsku 1919. Hann vinnur nú hjá Arsæli Sveinssyni. 22. Guðjón Tómasson frá Gerði. Hann byrjaði að róa hér á vélbálum árið 1916 hjá Stefáni í Gerði, upp-eldisbróður sínum, á elzta Halikon og var með honum þar til hann byrjaði formennsku á m b Ingólfi Arnarsyni. Guðjón hefur verið skipstjórn-arniaður ylir 40 ár og sttmdar enn sjóinn. Skýringar við myndina samdi Eyjóljur Gídason fnr. 21).