Hans Edvard Thomsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. desember 2015 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. desember 2015 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hans Edvard Thomsen''' verslunarstjóri og síðar kaupmaður í Godthaabverzlun fæddist 1807 og lést 27. apríl 1881.<br> Godthaabsverslunin (Miðbúðin) var stofnuð 1830...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hans Edvard Thomsen verslunarstjóri og síðar kaupmaður í Godthaabverzlun fæddist 1807 og lést 27. apríl 1881.

Godthaabsverslunin (Miðbúðin) var stofnuð 1830 af P.C. Knudtzon stórkaupmanni og Thomas Thomsen kaupmanni.
Hans Edvard var fyrsti verslunarstjóri þar.
Hann var faktor í Godthaab 1831, sem var ,,Nýr kaupstaður“, var þar 1832 og 1833 með konu sinni. Þau fóru til Reykjavíkur 1833. Í fylgd með þeim var Christine Cathrine systir hans.
Jess Thomsen Christensen og Jens Christian Thorvald Abel eignuðust verslunina 1847.
Hans Edvard Thomsen keypti síðan Godthabsverslun 1858. Samband hans og Brydes kaupmanns í Garðinum var erfitt, en Bryde hafði verið settur til eftirlits með versluninni af hendi lánardrottna Thomsens.
Við andlát Hans Edvards 1881 eignaðist sonur hans Nikolai Heinrich Thomsen verslunina, en hann seldi Bryde hana 1894. Hann lét rífa húsin og flytja til Víkur í Mýrdal og rak þar verslun.
Hans Edvard lést 1881.

I. Kona Thomsens í Eyjum, (29. október 1832), var Christiane Dorothea Thomsen húsfreyja, dóttir Knudsens kaupmanns í Reykjavík. Hún var fædd 1807.
Barn þeirra í Eyjum var
1. Aurora Engeline, f. 7. mars 1833. Hún fór ekki með þeim til Reykjavíkur 1833 né finnst hún á dánarskrá.

II. Þá átti Hans Edvard Thomsen barn með Kristínu Lárusdóttur Knudsen.
Barn þeirra var
2. Lauritz Edvard Thomsen, f. 30. ágúst 1834, d. 7. janúar 1910. Hann varð kjörbarn Þórðar Sveinbjörnssonar dómstjóra, er hann kvæntist Kristínu Lárusdóttur Knudsen móður hans. Fékk hann nafnið Lárus Sveinbörnsson og varð sýslumaður, bæjarfógeti í Reykjavík, landsyfirdómari, bankastjóri og dómstjóri í Reykjavík.
Hálfbróðir Lárusar, sammæddur, var Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, höfundur þjóðsöngsins.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.