Jess Thomsen Christensen
Jess Thomsen Christensen kaupmaður og verslunarstjóri í Godthaab fæddist 1816.
Jess var líklega sá, sem var assistent við Knutzonsverslun í Reykjavík 1835.
Hann var factor við Godthaabsverslun 1840.
Þau Jensine Abel giftust 1841, en börn finnast ekki hjá þeim.
Hann keypti Godthaabsverslun ásamt mági sínum Jens Christian Thorvald Abel 10. júní 1847. Kaupverðið var 13.000 ríkisbankadalir í silfri, en þeir höfðu greitt kaupverðið að fullu árið 1855.
Verslunina ráku þeir til ársins 1858, en 26. júní á því ári seldu þeir félagar hana H.E.Thomsen.
Jess dvaldi hér á landi aðeins eitt ár eftir að hann eignaðist verslunina, en annars sat hann í Kaupmannahöfn að vetrinum.
Kona hans, (3. desember 1841), var Jensine Marie Andrea Abel, f. 1821. Hún var dóttir Abels sýslumanns og konu hans Diderikke Claudine Abel húsfreyju.
Þau Jess fóru úr landi 1845 barnlaus, en þeim fylgdi Carolina Augusta Abel systir Jensine 11 ára. Þau komu aftur 1849 og með þeim fósturbarnið Ane Cathrin 6 ára. 1853 fóru þau alfarin til Kaupmannahafnar með fósturbarnið Katrínu Jacobsen 8 ára.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.