Þórunn Sigurðardóttir (Kalmanstjörn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2015 kl. 11:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2015 kl. 11:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Sigurðardóttir frá London, húsfreyja fæddist 14. janúar 1889 í Jónshúsi og lést 22. nóvember 1948.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, verkamaður, f. 26. febrúar 1860, d. 6. apríl 1941, og kona hans Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1860, d. 1. nóvember 1943.

Foreldrar Þórunnar voru ógift í Jónshúsi við fæðingu hennar. Hún var tökubarn hjá Unu Guðmundsdóttur og Ólafi Magnússyni í London á 1. árinu 1889, hjá Vigdísi Árnadóttur og Ögmundi Ögmundssyni í Landakoti 1890, komin aftur að London 1891. Þar var hún enn 1901, fósturdóttir þeirra. Hún var vinnukona hjá Magnúsínu Guðmundsdóttur og Magnúsi Ísleifssyni þar 1906, en var á Strönd, er hún eignaðist Ólaf Vestmann í desember 1906.
Þórunn var með foreldrum sínum í Kristjánshúsi á Eskifirði 1910.
Hún fluttist til Seyðisfjarðar frá Eyjum með barnið Ottó Guðmundsson 1913, bjó með Sveini Ottó Sigurðssyni skipstjóra á Seyðisfirði. Þau eignuðust barnið Sigurð 1914, en misstu hann 11 mánaða gamlan, eignuðust síða tvær dætur 1918 og 1920, síðan dreng 1921, en misstu hann nýfæddan.
Þau bjuggu í Garðhúsi á Seyðisfirði 1920 með tvær dætur sínar Sveinlaugu Halldóru og Karólínu Ágústu.
Sveinn Ottó drukknaði 1925.
Þórunn fluttist til Eyja 1927 með dætur sínar, var fiskvinnslukona með 3 börn, dætur og Ólaf Vestmann, á Kalmanstjörn, Vestmannabraut 3 1930.
Hún var húsfreyja á heimili Karólínu Ágústu og Halldórs Jónssonar manns hennar í Skálholti við Landagötu 22 1940.
Þórunn bjó að síðustu hjá þeim á Kalmannstjörn. Hún lést 1948.

I. Barnsfaðir Þórunnar að tveim börnum var Guðmundur Guðmundsson Vestmann, síðar bátsformaður á Fáskrúðsfirði, f. 3. febrúar 1886, d. 3. júní 1982.
Börnin voru:
1. Ólafur Guðmundsson Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd, d. 15. apríl 1970.
2. Ottó Guðmundsson Vestmann sjómaður á Fáskrúðsfirði, f. 10. október 1908 í London, d. 16. júní 1991. Foreldrarnir skráð hjón við skírn barnsins.

II. Sambýlismaður Þórunnar var Sveinn Ottó Sigurðsson bátsformaður frá Seyðisfirði, f. 18. október 1891, drukknaði 31. júlí 1925.
Börn þeirra:
3. Sigurður Sveinsson, f. 25. janúar 1914, d. 27. nóvember 1914.
4. Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir, síðast í Sandgerði, f. 8. mars 1918, d. 29. janúar 1992.
5. Karólína Ágústa Sveinsdóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.
6. Sveinbarn, f. 12. október 1921, d. 16. október 1921.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.