Margrét Stefánsdóttir (Boðaslóð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. október 2015 kl. 19:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. október 2015 kl. 19:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Stefánsdóttir húsfreyja á Hraunbóli fæddist 10. febrúar 1898 á Hofi í Norðfirði og lést 18. september 1979.
Foreldrar hennar voru Stefán Þorkelsson frá Söndum í Meðallandi, vinnumaður, f. 5. maí 1845, d. 16. nóvember 1900 og síðari kona hans Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir frá Norðfirði, f. 24. maí 1868, d. 4. desember 1942.

Margrét kom frá Nesi í Norðfirði 1900 að Kerlingardal í Mýrdal með foreldrum sínum, var þar til 1901, var tökubarn í Garðakoti þar 1901-1904, á Hvoli þar 1904-1908, á Reynishjáleigu þar 1908-1910, á Höfðabrekku 1910-1912.
Hún var vinnustúlka í Kerlingardal 1912-1915, vinnukona í Vík 1915-1916, í Neðri-Dal þar 1916-1919, í Suður-Hvammi þar 1919-1920.
Þau Sigurður Þórðarson eignuðust barn 1918, en misstu það tveggja daga gamalt. Þau giftu sig 1919 og Margrét var húsfreyja í Vík 1920-1923.
Hjónin fluttust til Eyja 1923 og vou leigjendur í Hlíð 1923-1924, í Ráðagerði 1925.
Þau eignuðust Hrófberg, (Skólaveg 34), og bjuggu þar. Það vildu þau stækka, en fengu ekki vegna skipulags svæðisins. Þau fengu lóð við Boðaslóð 2 og þar byggðu þau, nefndu húsið Hraunból og bjuggu þar síðan.
Þau eignuðust barn í Vík 1920 og 3 börn í Eyjum.
Sigurður lést 1978 og Margrét 1979.

Maður Margrétar, (5. desember 1919), var Sigurður Þórðarson verkamaður frá Sléttabóli á Brunasandi í V-Skaft., f. 24. janúar 1894, d. 10. ágúst 1978.

Börn þeirra hér:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 1918, d. 17. nóvember 1918.
2. Sigurgeir Sigurðsson yfirverkstjóri, f. 17. september 1920 í Vík í Mýrdal, d. 20. febrúar 1994.
3. Magnús Sigurðsson sjómaður, f. 29. apríl 1924 í Hlíð, d. 18. nóvember 1987.
4. Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, starfskona á Símstöðinni, f. 7. febrúar 1929 á Hrófbergi.
5. Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, f. 27. júlí 1934 á Hrófbergi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.