Ludvig Bech (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2015 kl. 20:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2015 kl. 20:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ludvig Beck (Kornhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Esper Ludvig Hákon Beck verslunarstjóri á Papósi fæddist 28. október 1839 í Kornhól.
Foreldrar hans voru Sören Ludvig Beck verslunarmaður (assistent) í Garðinum, f. 1802 í Kaupmannahöfn, og kona hans Margrete Elenore Elleby Beck, f. 1809.

Ludvig fluttist með foreldrum sínum til Kaupmannahafnar 1843.
Hann var verslunarþjónn í Flensborgarverslun í Hafnarfirði 1860, kom að Papósi 1864 frá Kaupmannahöfn og var verslunarstjóri þar. Verslunin var þá í eigu Jörgens Johnsens ættföður Johnsenættar í Eyjum, en líklega síðan í eigu Jörgens Henriks Nicolai sonar hans.
Ludvig Beck átti barn með Elínu Katrínu 1868, kvæntist henni 1872 og átti 2 börn með henni eftir það, en annað þeirra dó nokkurra daga gamalt.
Þau fluttust til Kaupmannahafnar 1875, en þá kom Jörgen Henrik Nicolai Johnsen til Papóss.

Bústýra og síðan, (2. janúar 1872), kona Ludvigs Becks var Elín Katrín, f. 1835, Jónsdóttir vinnumanns Eiríkssonar af Ásunnarstaðaætt í Breiðdal.
Börn þeirra fædd á Papósi voru:
1. Juliane Bentine Beck, f. 14. júlí 1868.
2. Sören Ludvig Beck, f. 21. mars 1872, d. 26. mars 1872.
3. María Elenora Beck, f. 29. september 1873.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.