Jón Þorsteinsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. janúar 2015 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2015 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Þorsteinsson (Oddsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jón Þorsteinsson tómthúsmaður í Dalahjalli fæddist 1778 í Saurbæ í Skagafirði og lést 2. febrúar 1827.
Faðir hans var Þorsteinn bóndi á Krithóli í Skagafirði, f. 1750, Oddsson bónda í Álftagerði og Sólheimum þar, f. (1716), d. 1796, Jónssonar bónda á Krithóli, f. 1684, d. um 1753, Jónssonar, og fyrri konu Jóns á Krithóli, Guðríðar húsfreyju, f. 1684, Gottskálksdóttur.
Móðir Þorsteins og kona Odds á Krithóli var Guðrún húsfreyja, f. 1724, d. 31. desember 1815, Ólafsdóttir bónda í Valadal á Skörðum í Skagaf., f. um 1690, d. um 1730, Jónssonar, og konu Ólafs í Valadal, Þóreyjar húsfreyju, f. 1698, grafin 16. júlí 1779, Gísladóttur.

Móðir Jóns í Dalahjalli var Guðrún húsfreyja á Krithóli, f. 1751, Sigurðardóttir bónda í Hvammi í Svartárdal, A-Hún., f. (1725), Egilssonar bónda í Hvammi, f. um 1682, d. fyrir 1735, Illugasonar, og konu Egils, Engilráðar húsfreyju, f. 1695, d. 1741, Bjarnadóttur.

Jón var með foreldrum sínum á Krithól 1801.
Hann var vinnumaður á Oddsstöðum 1810, kvæntur vinnumaður í Ólafshúsum 1812-1814 með Margréti Guðmundsdóttur, vinnumaður á Gjábakka 1815, tómthúsmaður í Dalahjalli 1816-1826 með Kristínu.
Hann lést þar 1827 úr holdsveiki.

Jón var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (27. desember 1810, skildu), var Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1792, d. 29. júní 1862.
Þau skildu að lögum 8. júlí 1816. Var það krafa hans vegna ætlaðs hórdómsbrots hennar með Benóný Jónssyni vinnumanni.
Þau Jón og Margrét voru barnlaus.

II. Síðari kona Jóns, (22. júní 1817), var Kristín Þórólfsdóttir ekkja eftir Þorbjörn Jónsson tómthúsmann, húsfreyja í Dalahjalli, f. 1765, d. 11. október 1830.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Dómsskjöl í Þjóðskjalasafni.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns p.3804/3369.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.