Ingibergur Sverrisson (Dölum)
Ingibergur Sverrisson vinnumaður frá Dölum fæddist 18. júni 1882 í Dölum og lést 19. september 1903 í Rimakoti í A-Landeyjum.
Foreldrar hans voru Sverrir Jónsson vinnumaðir frá Túni, f. 6. nóvember 1857, d. í Vesturheimi, og barnsmóðir hans Þorbjörg Þorvaldsdóttir vinnukona, þá í Dölum, f. 19. maí 1843, d. 4. janúar 1925.
Ingibergur fór til Lands 1883 með móður sinni, var tökubarn á Hellnahóli u. Eyjafjöllum hjá Sólrúnu móðursystur sinni 1890, var vinnumaður í Rimakoti í A-Landeyjum hjá Jónasi móðurbróður sínum 1901.
Hann lést 19. september 1903, „sveitarómagi“ frá Rimakoti.
Ingibergur var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.