Guðríður Þorsteinsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2014 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2014 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Þorsteinsdóttir bústýra og síðar húsfreyja í Dölum fæddist 1797 og lést (29. september 1855).
Faðir hennar var Þorsteinn bóndi á Sperðli í V-Landeyjum 1801, f. 1767, Lafranzson bónda í Kornhúsum í Hvolhreppi, f. 1730, Sigurðssonar.
Móðir Þorsteins á Sperðli og kona Lafranz var Þorbjörg húsfreyja, f. 1729, d. 12. apríl 1803, Jónsdóttir „yngri“ prests, f. 1692, d. í desember 1741, Gissurarsonar, og konu sr. Jóns, Þuríðar húsfreyju, f. 1697, Böðvarsdóttur.

Móðir Guðríðar bústýru og síðari kona Þorsteins Lafranzsonar var Marín (líka Maren) húsfreyja á Sperðli 1801, f. 1774, d. 6. febrúar 1816, Guðmundsdóttir bónda í Eystri-Tungu, á Ytri-Hól, Sperðli og Þúfu og Skúmsstöðum í Landeyjum og loks í Galtarholti á Rangárvöllum, f. 1750, d. 11. febrúar 1810, Erlendssonar bónda á Sperðli, f. 1708, d. 5. ágúst 1789, Sigurðssonar, og konu Erlendar, Guðrúnar húsfreyju, f. (1710), Eyjólfsdóttur.
Móðir Marínar (Marenar) og barnsmóðir Guðmundar var Guðrún, f. 1749, Jónsdóttir bónda í Eystri-Tungu í Landeyjum, f. 1719, Guðmundssonar, og konu Jóns í Eystri-Tungu, Hildar húsfreyju, f. 1720, Einarsdóttur.

Guðríður var systir Katrínar Þorsteinsdóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum, síðari konu Jóns Pálssonar.

Guðríður var í fóstri hjá Einari föðurbróður sínum á Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi 1801. Hún var bústýra á Kollabæ í Fljótshlíð 1835 hjá Jóni Símonarsyni bónda og ekkli, bústýra í Dölum í Eyjum hjá Ólafi Jónssyni sjómanni og ekkli 1842-1850 og húsfreyja þar 1850-dd.
Hjá henni var Margrét dóttir hennar 1843-1847.
Dánardægur Guðríðar finnst ekki skráð, en Guðríður Jónsdóttir gift kona frá Dölum, 57 ára, drukknaði við Landeyjasand 29. september 1855. Ekki finnst kona með þessu nafni í Dölum á þessum árum. Þetta er sennilega Guðríður Þorsteinsdóttir.

I. Barnsfaðir Guðríðar var Guðmundur Guðmundsson bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 7. janúar 1801, drukknaði 3. júni 1833.
Barn þeirra var
1. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1833, d. 2. janúar 1907.

II. Maður Guðríðar, (8. nóvember 1850), var Ólafur Jónsson bóndi í Dölum, en þá ekkill þar.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubók.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.