Guðmundur Þorgilsson (Vesturhúsum)
Guðmundur Þorgilsson vinnumaður fæddist 11. nóvember 1812 í Bóluhjáleigu í Holtum og lést 13. desember 1864.
Foreldrar hans voru Þorgils Magnússon bóndi þar, skírður 15. ágúst 1772, drukknaði í Ytri-Rangá 29. febrúar 1824, og kona hans Ingileif Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1781, d. 24. janúar 1823.
Guðmundur var með foreldrum sínum í Bóluhjáleigu 1816. Hann var vinnumaður í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð 1840, vinnumaður í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1845.
Hann fluttist vinnumaður að Vesturhúsum 1848, var kominn að Kirkjubæ 1850 og var þar fyrirvinna hjá Steinunni Einarsdóttur ekkju. Guðmundur var í heimili hjá Eyjólfi Erasmussyni á Vesturhúsum 1855, „lifir af eigum sínum“, ókvæntur vinnumaður hjá Eyjólfi Hjaltasyni á Löndum 1860.
Hann var tómthúsmaður í Elínarhúsi við andlát 1864, dó úr „tæringu“.
Guðmundur var ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.