Helga Jónsdóttir (mormóni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Jónsdóttir vinnukona og mormóni fæddist 1813 í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum og lést í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Jón Halfdanarson frá Eystri-Klasbarða f. 1772, d. 1814, og kona hans Kristín Þorleifsdóttir, f. 27. júní 1782, d. 3. júní 1833.

Helga var systir
1. Gísla Jónssonar bónda og hreppstjóra í Presthúsum, f. 11. apríl 1803, d. 28. ágúst 1861.
2. Helga Jónssonar bónda í Kornhól, f. 6. júlí 1806, d. 17. júní 1864. Konur hans voru Þuríður Björnsdóttir húsfreyja og Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja.
2. Kristínar Jónsdóttur húsfreyju á Gjábakka, f. 11. september 1811, d. 14. október 1883, konu Eiríks Hanssonar.

Helga var með móður sinni og stjúpa í bernsku, var líklega 20 ára vinnukona í Gulrási í A-Landeyjum 1835.
Hún var vinnukona í Frydendal 1840, í Gvendarhúsi 1845-1851, var 37 ára „sjáfrar sín“ í Kastala 1852.
Helga fór áleiðis til Utah 1854 í fylgd Samúels Bjarnasonar og Margrétar Gísladóttur 1854.
Maður Helgu var Þórður Diðriksson múrsteinshleðslumaður, trúarleiðtogi í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894. Hún var ein þriggja eiginkvenna hans. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.