Sigríður Ingimundardóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. febrúar 2016 kl. 21:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2016 kl. 21:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Ingimundardóttir vinnukona frá Gjábakka fæddist 8. desember 1861 og lést 19. apríl 1898.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson útvegsbóndi, formaður og hreppstjóri á Gjábakka og kona hans Margrét Jónsdóttir.

Sjá ættboga hennar í Eyjum á síðu Fríðar Ingimundardóttur systur hennar.

Sigríður var með foreldrum sínum til ársins 1883, er hún fluttist til Reykjavíkur. Þau Gísli bjuggu ógift á Skólavörðustíg við fæðingu Katrínar 1885. Hún fluttist til Eyja 1887, þá ófrísk að Árna. Áður en hann fæddist var Gísli farinn af landi brott til Vesturheims.
Sigríður var hjá foreldrum sínum á Gjábakka með Árna son sinn 1890, en Katrín dóttir hennar var hjá föðurforeldrum sínum í Reykjavík.
Hún var vinnukona hjá foreldrum sínum á Gjábakka með Árna hjá sér til dd. 1898.
1901 voru Katrín og Árni, börn Sigríðar, hjá afa sínum ekkli í Reykjavík, en amma þeirra hafði látist á árinu.

I. Barnsfaðir Sigríðar að tveim börnum var Gísli Árnason gullsmiður, f. 21. september 1859, d. 12. janúar 1942.
Börn þeirra voru:
1. Katrín Gísladóttir, f. 12. desember 1885 í Reykjavík, d. 28. október 1907.
2. Árni Gíslason læknir, f. 19. ágúst 1887 á Gjábakka, d. 9. október 1917 í Bolungarvík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.