Jóhanna Ólafsdóttir (Litlakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. apríl 2015 kl. 11:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. apríl 2015 kl. 11:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna Ólafsdóttir (Litlakoti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Ólafsdóttir verkakona frá Litlakoti fæddist 4. ágúst 1865 og lést 29. október 1947.
Foreldrar hennar voru Ólafur Einarsson, f. 7. október 1836, d. 6. apríl 1916, og kona hans Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja frá Dalahjalli, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.

Jóhanna var tvíburi móti Ólafi Diðriki yngri.
Systkini Jóhönnu voru:
1. Ólafur Diðrik Ólafsson, f. 24. ágúst 1863, d. 31. ágúst 1863 úr ginklofa.
2. Ólafur Diðrik Ólafsson sjómaður á Bjargi, f. 4. ágúst 1865, d. 9. apríl 1913, tvíburi.
3. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.
4. Ingimundur Ólafsson sjómaður á Seyðisfirði, f. 25. maí 1872, d. 10. september 1894.
5. Einar Ólafsson landverkamaður og sjómaður í Reykjavík (1910), f. 2. apríl 1875, d. 22. október 1942.
Stjúpbarn Ólafs, barn Guðríðar frá fyrra hjónabandi:
6. Sigurður Ólafsson útvegsbóndi, f. 10. október 1860, d. 10. mars 1931.

Jóhanna var með foreldrum sínum til ársins 1890, en þá dó móðir hennar. Hún var með föður sínum í lok ársins, var vinnukona í Landakoti 1891, í Nýborg 1892-1894. Hún var vinnukona í Frydendal 1898 við fæðingu Davíðs, á Sveinsstöðum 1901, leigjandi í Skel hjá Þorgerði Gísladóttur 1910.
Jóhanna fluttist í Njarðvíkur 1912 , var bústýrs hjá Sæmundi Snorrasyni í Keflavík 1920.
Jóhanna lést 1947.

Barnsfaðir Jóhönnu var Tómas Ólafsson vinnumaður, sjómaður í Nýborg, f. 1. marz 1869 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum.
Barn þeirra var
1. Davíð, f. 8. október 1898, d. 8. febrúar 1899 í Frydendal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.