Ólöf Þorleifsdóttir (Hallgeirsey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 10:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 10:23 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Þorleifsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey, síðar vinnukona í Eyjum, fæddist 26. júní 1809 í Hólmum í A-Landeyjum og lést 19. desember 1859.
Foreldrar hennar voru Þorleifur Árnason bóndi í Hólmum, f. 2. ágúst 1789 í Hólmum, drukknaði 4. júní 1833, og kona hans Kristín Hreinsdóttir húsfreyja, f. 1781 í Stóru-Hildisey, d. 2. apríl 1852.

Systir Ólafar var Guðríður Þorleifsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. 6. mars 1816, d. 1. október 1850.

Ólöf giftist Sigurði 1837 og sama ár varð hún húsfreyja í Hallgeirsey og bjó með Sigurði til ársins 1847.
Hún var vinnukona í Landeyjum.
Ólöf fluttist að Grímshjalli 1851, en sneri til baka 1852. Hún var vinnukona í Miðey í A-Landseyjum 1855 og lést 1859.

Maður Ólafar, (23. júní 1837, skildu smavistir), var Sigurður Einarsson bóndi í Hallgeirsey, f. 15. júlí 1807, d. 5. desember 1883.
Barn þeirra í Eyjum var
1. Þorleifur Sigurðsson fyrirvinna í Nýja-Kastala, f. 7. október 1837, d. 13. janúar 1861.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.