Þorleifur Sigurðsson (Nýja-Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorleifur Sigurðsson fyrirvinna í Nýja-Kastala fæddist í Hallgeirsey í A-Landeyjum, skírður 7. október 1837 og lést 13. janúar 1861.
Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson bóndi, f. 15. júlí 1807, d. 5. desember 1883, og kona hans Ólöf Þorleifsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona í Eyjum, f. 26. júní 1809, d. 19. desember 1859.

Þorleifur fluttist að Juliushaab 1857, var vinnumaður þar til 1858, hjá Magnúsi Oddssyni á Kirkjubæ 1859.
Hann var fyrirvinna (ráðsmaður) hjá Margréti Jónsdóttur ekkju, húsfreyju í Nýja-Kastala 1860-1861, er hann lést úr taugaveiki.
Þorleifur var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.