Guðlaug Þorsteinsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2015 kl. 11:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2015 kl. 11:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðlaug Þorsteinsdóttir (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Þorsteinsdóttir húskona á Kirkjubæ fæddist 1772 í Selshjáleigu í A-Landeyjum og lést 19. maí 1828.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Snorrason bóndi í Selshjáleigu, f. 1748, var á lífi 1777, og kona hans Anna Marteinsdóttir frá Stóru-Hildisey, húsfreyja, f. 1743, d. 28. maí 1807.

Guðlaug var vinnukona á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum 1801, vinnukona í Selshjáleigu þar 1816.
Hún var bústýra Jóns Þorsteinssonar húsmanns á Kirkjubæ við giftingu þeirra 1824, húsfreyja á Löndum um við andlát 1828 úr landfarsótt.

Maður Guðlaugar, (4. júlí 1824), var Jón Þorsteinsson tómthúsmaður á Kirkjubæ, þá 45 ára en hún sögð 38 ára.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.