Guðmundur Bárðarson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 17:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 17:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Bárðarson bóndi í Rimakoti í A-Landeyjum, síðar tómthúsmaður á Miðhúsum fæddist 1745 og lést 1. júlí 1813.
Faðir hans var Bárður á Járnlaugsstöðum á Landi 1703, f. 1689, Sæmundsson bónda á Járnlaugsstöðum 1703, f. 1629, Jónssonar. (Frekari ættfærsla ókunn).

Guðmundur og Þórdís bjuggu í Rimakoti, a.m.k. 1775 og 1779, en voru komin á Vilborgarstaði 1787 og voru þar 1789, í Ömpuhjalli 1791-1792. Þau voru á Miðhúsum 1800 og 1801, en Guðmundur lést 1813.

Kona Guðmundar var Þórdís Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1744 á Klasabarða í V-Landeyjum, d. 1. janúar 1840.

Börn Guðmundar og Þórdísar:
1. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1772, d. 10. ágúst 1843, gift Þorvaldi Gíslasyni.
2. Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir í Stakkagerði, f. 1776, d. 27. júní 1832, gift Bergi Brynjólfssyni.
3. Tómas Guðmundsson prestur í Villingaholti í Flóa, f. 25. nóvember 1779, d. 17. ágúst 1855, giftur fyrr Halldóru Aradóttur prests Guðlaugssonar, síðar Guðlaugu Jónsdóttur frá Unnarholti í Hreppum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.