Halldóra Aradóttir (Ofanleiti)
Halldóra Aradóttir húsfreyja frá Ofanleiti, fæddist 1775 og lést 6. september 1800.
Foreldrar hennar voru sr. Ari Guðlaugsson prestur að Ofanleiti, f. 1740, d. 17. júlí 1809, og kona hans Kristín Grímsdóttir húsfreyja, f. 1732, d. 19. nóvember 1807.
Maður Halldóru, (20. desember 1799), var sr. Tómas Guðmundsson frá Miðhúsum, síðar prestur í Villingaholti í Flóa, f. 25. nóvember 1779, d. 17. ágúst 1855. Halldóra var fyrri kona hans.
Hjónaband þeirra stóð rúma 8 mánuð, en þá dó Halldóra af heilaáfalli.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Prestþjónustubækur.