Guðrún Jónsdóttir (Kastala)
Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Kastala, fæddist 21. apríl 1825 í Elínarhúsi og lést 2. júní 1890.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson tómthúsmaður í Elínarhúsi, f. 10. ágúst 1799, hrapaði úr Heimakletti 20. júlí 1825, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883.
Guðrún var með móður sinni og stjúpföður Jóni Jónssyni í Norðurgarði 1835 og 1840, vinnukona í Kastala 1845 og á Gjábakka 1850.
Hún var gift kona í Norðurgarði með Hjálmari Filippussyni manni sínum 1855.
Við manntal 1860 var Guðrún 36 ára ekkja í Kastala og hjá henni var eins árs dóttir hennar Hjálmfríður Hjálmarsdóttir.
Hún var ekkja „sjálfrar sín“ með Hjálmfríði á Hólnum 1863.
Guðrún var 45 ára ekkja, „sjálfrar sín, þiggur af sveit‟ á Fögruvöllum 1870.
1880 var hún 55 ára ekkja, húskona í Hólshúsi og var á sveitarstyrk.
Hún var á sveit í London, er hún lést 2. júní 1890 úr heilabólgu.
Guðrún var 45 ára ekkja, „sjálfrar sín, þiggur af sveit‟ á Fögruvöllum 1870.
1880 var hún 55 ára ekkja, húskona í Hólshúsi og var á sveitarstyrk.
Hún var á sveit í London, er hún lést 2. júní 1890 úr heilabólgu.
Guðrún og Valgerður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ voru hálfsystur, sammæddar.
I. Maður Guðrúnar, (24. september 1852), var Hjálmar Filippusson sjávarbóndi í Norðurgarði 1855, f. 1810, d. 29. ágúst 1859.
Börn þeirra hér:
1. Hjálmar Hjálmarsson, f. 5. mars 1851 á Gjábakka, d. 13. mars 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.
2. Magnús Hjálmarsson, f. 19. mars 1853 í Norðurgarði, d. 26. mars 1853 úr ginklofa.
3. Guðrún Hjálmarsdóttir, f. 10. ágúst 1854 í Norðurgarði, d. 17. ágúst 1854 „af barnaveiki að sögn foreldranna“.
4. Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 23. júní 1857 í Norðurgarði, d. 30. júní 1857, „dó af þessari hér vanalegu barnaveiki“.
5. Hjálmfríður Hjálmarsdóttir í Kastala, f. 18. október 1859 í Kastala, d. 6. mars 1922 í Spanish Fork í Utah.
II. Barnsfaðir Guðrúnar var Þorsteinn Jónsson, f. 27. júlí 1833 og fórst með þilskipinu Hansínu 1863.
Barnið var
6. Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 22. september 1862, d. 7. febrúar 1927. Hún fór til Vesturheims 1886.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.