Ingibjörg Einarsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. nóvember 2014 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. nóvember 2014 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingibjörg Einarsdóttir (Hólshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja frá Krossi í Ölfusi fæddist 1786 og lést 8. maí 1839.
Foreldrar hennar voru líklega Einar Guðmundsson bóndi á Krossi, f. 15. apríl 1755 og kona hans Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 1768.

Ingibjörg var vinnukona á Kotströnd í Ölfusi 1801, í Saurbæ þar 1816.
Hún fluttist til Eyja 1830 undan Eyjafjöllum, þá vinnukona að Presthúsum, og var 45 ára bústýra Guðmundar í Hólshúsi við giftingu 1831.
Þau bjuggu í Hólshúsi 1835 og við andlát hennar 1839.

Maður Ingibjargar, (1831), var Guðmundur Þorgeirsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 1779, d. 1. janúar 1853.
Þau voru barnlaus.


Heimildir