Sveinn Árnason (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2014 kl. 15:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2014 kl. 15:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Árnason Skaftfell á Oddsstöðum fæddist 6. október 1859.
Foreldrar hans voru Árni Þórarinsson bóndi, f. 14. ágúst 1825, d. 17. apríl 1917, og kona hans Steinunn Oddsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1824, d. 12. febrúar 1906.

Systkini Sveins í Eyjum voru:
1. Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen húsfreyja í Frydendal, f. 4. júní 1855, d. 30. ágúst 1930.
2. María Árnadóttir, f. 8. maí 1861, d. 24. janúar 1878.
3. Þorgerður Árnadóttir, síðar í Vesturheimi, - tvíburi við Odd, f. 30. júní 1865.
4. Oddur Árnason, f. 30. júní 1865, d. 3. maí 1896.
Hálfbróðir Sveins, (sammæddur), var
5. Stefán Jóhannes Þorláksson, f. 30. október 1844.

Sveinn var með foreldrum sínum á Hofi í Öræfum 1860, var fósturbarn hjá Vilborgu föðursystur sinni þar 1870.
Hann fluttist frá Tvískerjum að Oddsstöðum 1877, var vinnumaður í Nýborg 1880.
Sveinn lærði trésmíðar í Eyjum, fluttist úr Eyjum að Káragerði 1882, fór síðan til Djúpavogs og stundaði iðnina þar og á Fáskrúðsfirði.
Hann fluttist til Vesturheims 1900, bjó í Selkirk í Manitoba-fylki í Kanada.
Hann kallaði sig Svein Skaftfell.

I. Barnsmóðir Sveins var Herdís Magnúsdóttir vinnukona í Nýborg.
Barn þeirra var
1. Guðjón Sveinsson, f. 20. mars 1881, d. 9. júní 1881 úr barnaveikindum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.