Elín Steinmóðsdóttir (Steinmóðshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. ágúst 2014 kl. 19:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. ágúst 2014 kl. 19:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Steinmóðsdóttir vinnukona frá Steinmóðshúsi fæddist 26. maí 1836 og lést 24. desember 1899.
Foreldrar hennar voru Steinmóður Vigfússon þurrabúðarmaður, f. 1775, d. 28. júlí 1846, og kona hans Elín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1796, d. 8. júlí 1876.

Elín var 8 ára í foreldrahúsum í Steinmóðsbæ 1845, með ekkjunni móður sinni þar 1850 og 1860 og enn 1870, ógift. Hún var ógift vinnukona í Draumbæ 1880, en á Kirkjubæ 1890.
Hún var ógift vinnukona í Stakkagerði við andlát 1899.

I. Barnsfaðir Elínar var Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóri í Godthaabsverslun, f. 7. nóvember 1840, d. 30. janúar 1919.
Barnið var
1. Guðmundur Jesson, síðar verkamaður á Litlu-Grund, f. 13. nóvember 1867, d. 19. apríl 1931.

II. Barnsfaðir var Guðmundur Pétursson, f. 1836, d. 19. janúar 1900.
Barnið var
2. Steinmóður Guðmundsson „sterki“ kallaður, sjómaður, f. 15. maí 1860. Fór til Austfjarða.


Heimildir