Þórður Þórðarson (Kastala)
Þórður Þórðarson í Kastala fæddist 4. september 1863 í Kastala og lést 10. september 1902, líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Geirdís Þórðardóttir, þá húsfreyja í Kastala, f. 1821, d. 1. febrúar 1893, og Þórður Árnason, f. 3. maí 1809, d. 7. september 1869.
Þórður var með foreldrum sínum í Þórðarhjalli 1864 og í Háagarði 1867, í Ólafshúsahjalli 1868.
Hann var með ekkjunni móður sinni í Elínarhúsi 1870.
Vinnumaður í Boston var hann 1880.
Hann fór til Vesturheims 1890 frá Elínarhúsi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.