Málfríður Erlendsdóttir
Málfríður Erlendsdóttir verkakona fæddist 23. maí 1852 í Kárhólmum í Mýrdal og lést 24. febrúar 1937 í Reykjavík.
Maki hennar var Guðmundur Guðmundsson.
Synir þeirra voru Þórarinn Guðmundsson formaður á Jaðri, f. í Frydendal og Guðjón Guðmundsson skipstjóri, f. á Kirkjulandi í A-Landeyjum, fórst með b.v. Sviða 1941.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.