Jón Oddsson (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2014 kl. 18:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2014 kl. 18:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Oddsson (Þorlaugargerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jón Oddsson bóndi og sjómaður í Brekkuhúsi og Þorlaugargerði fæddist 1795 og lést 5. mars 1834.
Foreldrar hans voru Oddur Jónsson bóndi á Gafli í Flóa, f. 19. apríl 1759 og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 1769.

Jón var ókvæntur vinnumaður á Ofanleiti 1816 og enn 1822, kvæntur húsmaður þar 1823, 1824 og til vors 1825, en þau Guðrún voru bændur í Brekkuhúsi við fæðingu Guðrúnar í nóvember það ár.
Þau komu að Þorlaugargerði 1827 og bjuggu þar síðan.
Jón drukknaði af Þurfalingi, er hann tók niðri á Hnyklinum út af Nausthamri 1834.
Þau Guðrún höfðu eignast 8 börn, en 5 þeirra dóu úr ginklofa og eitt líklega einnig úr þeim sjúkdómi, (en prestarnir kölluðu ginklofann oft „barnaveikindin“ eða „barnaveikin“, svo algengur var hann).

Kona Jóns, (28. júlí 1822), var Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1794, lést í Utah.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Jónsdóttir, 27. mars 1822 á Ofanleiti, d. 28. mars 1822 úr ginklofa.
2. Margrét Jónsdóttir, f. 19. maí 1823 á Ofanleiti, d. 27. maí úr ginklofa.
3. Margrét Jónsdóttir, f. 16. maí 1824 á Ofanleiti, d. 21. maí úr „Barnaveikindum“.
4. Guðrún Jónsdóttir, f. 13. nóvember 1825 í Brekkuhúsi, fór til Vesturheims 1857.
5. Margrét Jónsdóttir, f. 24. mars 1828 í Þorlaugargerði, d. 1. apríl 1828 úr ginklofa.
6. Halldór Jónsson, f. 13. nóvember 1831 í Þorlaugargerði, d. 21. nóvember 1831 úr ginklofa.
7. Þorbjörg Jónsdóttir, f. 26. apríl 1833, d. 12. maí 1833 úr ginklofa.
8. Jón Jónsson, f. 31. júlí 1834 í Þorlaugargerði, fór til Vesturheims 1857.


Heimildir