Ketill Marteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ketill Marteinsson vinnumaður fæddist 31. janúar 1799 í Ömpuhjalli og lést 14. september 1837.
Foreldrar hans voru Marteinn Árnason bóndi á Vesturhúsum og tómthúsmaður í Ömpuhjalli, f. 1767, á lífi 1801, og kona hans Oddný Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1761.

Ketill var tveggja ára með foreldrum sínum í Ömpuhjalli 1801. Hann var vinnumaður á Kirkjubæ 1816, í Nýjabæ 1821, í Kornhól 1829 og aftur 1832, í Dölum 1833, á Steinsstöðum 1834 og 1835. Hann var í Ömpuhjalli við andlát.
Hann lést 1837 úr „ofdrykkju og ...“, (illlesanlegt).

Barnsmóðir hans var Kristín Gísladóttir vinnukona frá Gíslahjalli, f. 6. október 1796, varð úti í byl 26. mars 1836. Ketill neitaði.
Barnið var
1. Ingveldur Ketilsdóttir, f. 16. júní 1835, d. 27. júní 1835 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.