Guðrún Bjarnadóttir (Kirkjubæ)
Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 1778 og lést 25. júní 1808 af barnsförum.
Maður hennar, (6. nóvember 1803), var Sigurður Guðnason bóndi á Kirkjubæ, f. 1770, d. 27. nóvember 1841. Hún var önnur kona hans.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Sigurðardóttir, f. 15. desember 1803, d. 24. desember 1803 úr ginklofa.
2. Bjarni Sigurðsson, f. 8. maí 1805, d. 15. maí 1805 úr ginklofa.
3. Sigurður Sigurðsson, f. 28. september 1806, d. í október 1806 úr ginklofa.
4. Sveinn Sigurðsson, f. 17. júní 1808, d. 23. júní 1808 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.