Sigríður Einarsdóttir (Stakkagerði)
Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Jónshúsi og Stakkagerði, síðast í Túni var skírð 4. janúar 1801 og lést 4. desember 1897.
Foreldrar hennar voru Einar Pálsson bóndi í Vatnshól í A-Landeyjum og kona hans Guðný Þorsteinsdóttir húsfreyja.
Ætt þeirra er rakin á síðu Guðnýjar.
Börn Sigríðar og Vigfúsar Bergssonar:
1. Jón Vigfússon.
2. Guðfinna Vigfúsdóttir.
3. Marín Vigfúsdóttir, f. 1841, d. 1841.
Frekari umfjöllun
Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Brekkuhúsi, Jóns Þorbjörnshúsi, Jónshúsi og Stakkagerði, síðast í dvöl í Túni var skírð 4. janúar 1801 og lést 4. desember 1897.
Foreldrar hennar voru Einar Pálsson bóndi í Vatnshól í A-Landeyjum og kona hans Guðný Þorsteinsdóttir húsfreyja.
(Ætt þeirra er rakin á síðu Guðnýjar).
Sigríður var með foreldrum sínum í Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum 1816.
Hún var komin til Eyja 1824, en það ár gifti hún sig.
Þau Jón voru fyrst í húsmennsku í Brekkuhúsi, síðan tómthúsfólk í „Jóns Þorbjarnarhúsi‟, en það hús var svo kallað Jónshús, síðar var þar Hlíðarhús.
Við húsvitjun 1828 voru þau að nýju í Brekkuhúsi, en frá 1929 í Jónshúsi, og þar bjó Sigríður með Vigfúsi Bergssyni til ársins 1831-1833, er þau fluttu í Stakkagerði.
Sigríður lést hjá afkomendum sínu í Túni 1897.
Sigríður er ættmóðir fjölda Vestmannaeyinga. Má þar nefna afkomendur
1. Guðjóns á Oddsstöðum föður Oddsstaðaættarinnar,
2. Vigfúsar Jónssonar í Holti föður Holtsættarinnar,
3. Jóhanns á Brekku föður Þingholtsættarinnar,
4. Sigurlínar í Túni
móður Guðrúnar á Heiði konu Helga Guðlaugssonar
og móður Ólafíu í Ólafshúsum konu Erlendar í Ólafshúsum.
5. Oktavíu Einarsdóttur húsfreyju á Sælundi
móður Þórdísar Jóelsdóttur húsfreyju, konu Emil Andersen,
móður Sigurðar Jóelssonar manns Fanneyjar Ármannsdóttur húsfreyju
og móður Edvins Jóelssonar (Góa).
Sigríður var tvígift.
I. Sigríður giftist Jóni Þorbjörnssyni tómthúsmanni frá Dalahjalli 11. júlí 1824. Hann var fæddur 1801, hrapaði úr Fiskhellum og lést af áverkum 3. október 1830.
Þau Jón eignuðust eitt barn, sem var
1. Páll Jónsson, f. 1. febrúar 1825, d. 8. febrúar 1825 úr ginklofa.
II. Síðari maður Sigríðar, (1. nóvember 1831), var Vigfús Bergsson, síðar bóndi og hreppstjóri í Stakkagerði, f. 10. júlí 1811, drukknaði 18. nóvember 1842.
Börn Sigríðar og Vigfúsar Bergssonar:
1. Guðfinna Vigfúsdóttir húsfreyja í Steinum u. Eyjafjöllum, en að síðustu í Bjólu í Djúpárhreppi í Holtum 1894-1905, f. 3. ágúst 1834, d. 22. apríl 1907.
2. Jón Vigfússon bóndi og smiður í Túni, f. 12. september 1836, d. 1. mars 1808.
3. Marín Vigfúsdóttir, f. 19. maí 1841, d. 25. maí 1841 úr ginklofa.
Sjá ítarlega grein um Sigríði í Bliki 1958: Traustir ættliðir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1958, Traustir ættliðir, fyrri hluti.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Prestþjónustubækur.