Björn Sigurðsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2014 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2014 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Björn Sigurðsson (Háagarði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Björn Sigurðsson sjómaður í Götu fæddist 21. ágúst 1824 á Litlu-Heiði í Mýrdal og drukknaði í apríl 1867.
Foreldrar hans voru Ingveldur Björnsdóttir, síðar húsfreyja í Pétursey og á Ytri-Sólheimum, f. 1799 á Snæbýli í Skaftártungu, d. 14. nóvember 1878 á Ytri-Sólheimum, og Sigurður Jónsson úr Mýrdal, síðar sjómaður og bóndi í Háagarði.

Björn var léttadrengur á Suður-Fossi í Mýrdal 1834 eða fyrr til 1835.
Hann var kominn til föður síns í Háagarði 1840 og var þar 1845, en var vinnumaður á Ofanleiti 1850 og þar var Helga Jónsdóttir vinnukona. Hann var hermaður í Herfylkingunni
Björn var 37 ára kvæntur húsbóndi í Götu 1860 með Helgu Jónsdóttur 46 ára.
Hann var skipverji á þilskipinu Helgu, sem fór til veiða í apríl 1867 og fórst.

Kona Björns, (6. nóvember 1854), var Helga Jónsdóttir húsfreyja í Götu, f. 1814 í Útskálasókn í Gull., d. 31. maí 1870, ekkja, niðursetningur á Kirkjubæ.
Barn þeirra var Þóra Björnsdóttir samkv. SMJ.


Heimildir