Helga Jónsdóttir (Götu)
Fara í flakk
Fara í leit
Helga Jónsdóttir húsfreyja í Götu fæddist 1814 í Útskálasókn á Reykjanesi og lést 31. maí 1870 á Kirkjubæ.
Helga var vinnukona á Ofanleiti 1845 og 1850, húsfreyja í Götu 1860.
Hún lést á Kirkjubæ 1870, þá ekkja og niðursetningur.
Maður hennar, (6. nóvember 1854), var Björn Sigurðsson sjómaður í Götu, f. 21. ágúst 1824 á Litlu-Heiði í Mýrdal, fórst með Helgu í apríl 1867.
Barn þeirra samkv. SMJ var Þóra Björnsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.