Jón Þorkelsson (Þorkelshjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. mars 2014 kl. 13:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. mars 2014 kl. 13:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Þorkelsson frá Þorkelshjalli fæddist 1833 í Fljótshlíð og fórst með þilskipinu Helgu í apríl 1867.

Móðir hans var Helga Þorsteinsdóttir vinnukona, f. 26. október 1805, d. 24. desember 1869.

Jón var 2 ára tökubarn á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1835, en þar var móðir hans vinnukona. Hann var tökubarn, með móður sinni, vinnukonu í Álfhólum í V-Landeyjum, 1840, finnst ekki svo að víst sé 1845, léttadrengur í Ólafshúsum 1850, vinnumaður þar 1855, vinnumaður á verslunarstaðnum Juliushaab 1860.
Hann fórst með þilskipinu Helgu í apríl 1867.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.