Margrét Þorsteinsdóttir (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. mars 2014 kl. 17:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. mars 2014 kl. 17:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Þorsteinsdóttir (Elínarhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja í Elínarhúsi fæddist 1840 í Sigluvíkursókn í V-Landeyjum og lést líklega í Vesturheimi.

Faðir Margrétar var Þorsteinn bóndi í Álfhólum og Akurey í V-Landeyjum, f. 5. ágúst 1807, d. 14. október 1894, Eyvindsson tómthúsmanns í Brekkuhúsi og bónda í Stakkagerði, síðar bónda í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1787 á Krossi í Ölfusi, d. 7. apríl 1849 í Hallgeirseyjarhjáleigu, Jónssonar smiðs í Hlíðarhúsum í Reykjavík, f. 1763, d. 8. febrúar 1831, Erlendssonar, og fyrri konu Jóns smiðs, Hlaðgerðar húsfreyju, f. 1767, d. 5. júlí 1846, Einarsdóttur.
Móðir Þorsteins í Álfhólum og barnsmóðir Eyvindar Jónssonar var Guðlaug vinnukona, síðar húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1772, Þorsteinsdóttir bónda í Selshjáleigu í A-Landeyjum, f. 1748, á lífi 1777, Snorrasonar, og konu hans, Önnu húsfreyju, f. 1743, d. 28. maí 1807, Marteinsdóttur.

Móðir Margrétar í Elínarhúsi og kona Þorsteins var Margrét húsfreyja í Álfhólum og Akurey í V-Landeyjum, f. 1811, d. 26. júlí 1895, Einarsdóttir bónda í Vatnshól og víðar í A-Landeyjum, f. 1776 í Litlu-Hildisey í A-Landeyjum, d. 18. september 1838 í Vatnshól, Pálssonar bónda í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, f. 1747, Einarssonar, og barnsmóður Páls Einarssonar, Guðrúnar vinnukonu, f. 1749 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, d. 1838 í Krosssókn í A-Landeyjum, Helgadóttur.
Móðir Margrétar í Álfhólum og kona Einars Pálssonar, (28. október 1799), var Guðný Þorsteinsdóttir húsfreyja, síðar hjá Sigríði dóttur sinni í (Stakkagerði), f. 1773 á Bryggjum í A-Landeyjum, d. 11. ágúst 1843 í Stakkagerði.

Margrét móðir Margrétar í Elínarhúsi var systir Sigríðar Einarsdóttur í Stakkagerði.
Margrét í Elínarhúsi var föðusystir Guðnýjar á Arnarhóli.
Guðlaug Þorsteinsdóttir amma Margrétar var kona Jóns Þorsteinssonar húsmanns á Kirkjubæ.

Margrét var með foreldrum sínum í Álfhólum í V-Landeyjum 1845, í Akurey þar 1850 og 1860. Hún var vinnukona í Frydendal 1870, ekkja í Elínarhúsi 1880 og 1890.
Hún fluttist til Vesturheims frá Elínarhúsi 1892.

Maður hennar, (3. nóvember 1876), var Jón Pétursson, f. 2. maí 1849 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, hrapaði til bana úr Stóra-Klifi 26. ágúst 1878.
Barn þeirra hér:
1. Jóhanna Petrína Jónsdóttir, f. 24 apríl 1878, d. 19. júlí 1890, 12 ára.
2. Sigurður Helgason í Götu var tökubarn hjá henni um skeið.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.