Jón Ingileifsson (Reykholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. október 2013 kl. 15:40 eftir Glumur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. október 2013 kl. 15:40 eftir Glumur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Ingileifsson og fjölskylda

Jón Ingileifsson, Reykholti í Vestmannaeyjum, fæddist 23. júní 1883 og lést 18. nóvember 1918. Tvítugur fór Jón til Vestmannaeyja og hóf sjómennsku á Friði hjá Gísla Lárussyni í Stakkagerði. Hann var formaður á honum árið 1906. Árið 1907 keypti hann Eros og var formaður þar einn vetur. Árið 1912 keypti Jón vélbátinn Skuld og var formaður á honum í þrjár vertíðir. Tók hann þá við Svani og var á honum árin 1916 og 1918. Jón var annar í Vestmannaeyjum sem tók fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Tók hann það á aðeins einum vetri og var það talið mikið afrek.

  Ári seinna lést Jón úr spænsku veikinni, einungis 35 ára gamall. 

Jón Ingileifsson eignaðist eina dóttur með Elín Einarsdóttur (f. 26.5.1882 - d. 26.2.1930). Hún hét Unnur Sigrún Jónsdóttir (f. 6.6.1912 - d. 16.2.1995) og var það eina barn hjónanna.

Jón var aflakóngur árið 1914.



Heimildir

  • Jón Sigurðsson. Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.