Úr fórum Árna Árnasonar/Sigurjón Gottskálksson (Hraungerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. maí 2014 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. maí 2014 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Gottskálksson.

Sigurjón Gottskálksson formaður í Hraungerði, fæddist 21. mars 1910 og lést 13. febrúar 1995.
Foreldrar hans voru Gottskálk Hreiðarsson bóndi í Vatnshól í A-Landeyjum og síðan sjómaður og formaður í Hraungerði, f. 5. nóvember 1867 , d. 22. maí 1936, og fyrri kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja frá Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 11. september 1867, d. 25. júní 1910.
Sigurjón missti móður sína, er hann var þriggja mánaða gamall.
Við manntal 1910 var hann á fyrsta ári með föður sínum, bræðrum og frændfólki í Vatnshól.
Við manntal 1920 var hann í Hraungerði með föður sínum og stjúpu, Ingibjörgu Jónsdóttur.
Sigurjón var sjómaður og formaður í Eyjum fram að Gosi, en síðan starfsmaður Áhaldahússins.
Sigurjón kvæntist ekki og eignaðist ekki börn.

Árni símritari getur hans í Bjargveiðimannatali sínu, en án sérstakrar umsagnar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.



Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit