Ritverk Árna Árnasonar/Einar Sveinsson (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2013 kl. 23:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2013 kl. 23:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kynning.

Einar Sveinsson bóndi og verkamaður í Þorlaugargerði fæddist 13. maí 1855 í Sólheimahjáleigu í Mýrdal og lést 28. júní 1932.
Faðir hans var Sveinn bóndi í Skarðshlíð, f. 20. ágúst 1823 í Ormskoti undir Eyjafjöllum, d. 4. júní 1887 á Rauðafelli þar, Sigurðsson bónda í Sólheimahjáleigu í Mýrdal, f. 1792, d. 20. apríl 1841, Bjarnasonar, og konu Sigurðar, Hallberu húsfreyju, f. 30. október 1794, Sveinsdóttur bónda, hreppstjóra og umboðsmanns á Ytri-Sólheimum, f. 1761 í Skál á Síðu, d. 17. október 1845 á Ytri-Sólheimum, Alexanderssonar, og fyrri konu Sveins bónda, Guðnýjar húsfreyju, f. 1764, d. 10. mars 1796, Jónsdóttur.
Móðir Sigurðar Bjarnasonar var Elín, síðar húsfreyja á Rauðafelli, f. 1767, Sverrisdóttir.

Móðir Einars og kona Sveins í Skarðshlíð var Auðbjörg húsfreyja, f. 1819 í Pétursey í Mýrdal, d. 9. nóvember 1884 í Skarðshlíð, Einarsdóttir bónda í Pétursey, f. 1774 í Drangshlíð, d. 17. maí 1822, drukknaði í Hafursárútfalli, Brandssonar bónda í Drangshlíð 1801, f. 1743, d. 6. maí 1822, Einarssonar, og fyrri konu Brands Einarssonar Þórdísar húsfreyju, f. 1755, d. 2. nóvember 1789, Þorleifsdóttur.
Móðir Auðbjargar og kona Einars í Pétursey var Guðrún húsfreyja, f. 1786 í Keflavík, d. 29. ágúst 1889 í Hemru í Skaftártungu, Björnsdóttur vinnumanns í Keflavík, f. 1729, d. 21. apríl 1791, Jónssonar, og konu Björns, Kristínar húsfreyju, síðar húsfreyju á Norður-Fossi og í Hjörleifshöfða, f. 1750, d. 3. febrúar 1824 í Hjörleifshöfða, Bjarnadóttur.

Einar var með foreldrum sínum á Sólheimum í Mýrdal til ársins 1867 og fluttist þá með þeim að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum. Hann var þar 1870. Vinnumaður var hann í Drangshlíð þar 1880.
Hann fluttist til Eyja árið 1874, var bóndi í Þorlaugargerði 1890 og enn 1910. Hann bjó á Geithálsi með Guðríði konu sinni 1920, „lifir á efnum sínum“. 1930 var hann miðstöðvarkyndari á Herjólfsgötu 2.
Einar stundaði lundaveiði í Elliðaey.
Kona Einars (1886) var Guðríður Helgadóttir húsfreyja, f. 31. október 1854 í Eyjum, d. 14. júlí 1922.
Einar var síðari maður hennar. Fyrri maður hennar var Hjörtur Jónsson, Jónssonar í Þorlaugargerði Austmanns og konu Jóns, Rósu Hjartardóttur.

Börn Einars og Guðríðar:
1. Hjörtur á Geithálsi, fæddur 19. ágúst 1887, dáinn 30. desember 1975, kvæntur Katrínu Sveinbjörnsdóttur húsfreyju, f. 16. apríl 1895, d. 30. júlí 1951.
2. Sveinbjörn Einarsson, fæddur 12. júní 1890, látinn 13. ágúst 1984, kvæntur Guðbjörgu Ingvarsdóttur frá Hellnahólum undir Eyjafjöllum, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987. Þau bjuggu síðast í Reykjavík.
3. Dóttir Einars og Helgu Guðmundsdóttur, f. 24. júní 1863, d. 18. mars 1931, síðar, (1902), kona Einars Halldórssonar í Sandprýði, f. 25. október 1866, drukknaði 10. janúar 1912:
Gíslína Sigríður Helga, f. 18. ágúst 1900, d. 12. ágúst 1967.
4. Dóttir Guðríðar frá fyrra hjónabandi hennar með Hirti Jónssyni:
Rósa Jónína Hjartardóttir, f. 13. júlí 1883, d. 26. maí 1959.
5. Hjá þeim var tökubarn 1910: Marta Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 22. mars 1910, d. 2. júlí 1914. Faðir hennar var Bjarni Benediktsson vinnumaður í Bóluhjáleigu í Oddasókn 1910, f. 1889, d. 1972, en móðir hennar var Guðrún Guðný Jónsdóttir, þá vinnukona í Þorlaugargerði, f. 1873, d. 1957, systir Ingibjargar í Suðurgarði og Steinvarar í Nýjabæ.

Einars Sveinssonar er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.