Ritverk Árna Árnasonar/Jón Ísaksson (Norðurgarði)
Jón Ísaksson frá Norðurgarði, bóndi á Kirkjubæ, fæddist 11. mars 1859 og lést 20. ágúst 1890, hrapaði í Ystakletti.
Foreldrar hans voru Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1833, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 1833.
Jón var með foreldrum sínum í Norðurgarði 1860. Hann var niðursetningur í Draumbæ 1870, 21 árs vinnumaður í Jónshúsi, (Hlíðarhúsi) 1880. Hann hrapaði til bana 1890.
Kona Jóns Ísakssonar, (1885), var Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Framnesi, f. 31. ágúst 1858, d. 18. ágúst 1924.
Börn Jóns og Guðbjargar hér:
1. Maríus í Framnesi, f. 7. febrúar 1883, d. 31. maí 1955, kvæntur Guðveigu Bjarnadóttur, f. 29. júlí 1880, d. 25. ágúst 1926.
2. Guðjón Pétur í Framnesi, f. 20. febrúar 1885, d. 24. janúar 1945, kvæntur Níkólínu Guðnadóttur, f. 20. ágúst 1874, d. 19. nóvember 1950.
3. Þóranna Guðrún, f. 28. maí 1887, d. 9. júní 1920, gift Sigbirni Björnssyni á Ekru, f. 8. september 1876, d. 21. maí 1962.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Jón var vart meira en meðalgóður veiðimaður, en rólegur og setinn. Félagsmaður var hann góður, hressilegur og ræðinn vel.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Heimaslóð.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Jón var vart meira en meðalgóður veiðimaður, en rólegur og setinn. Félagsmaður var hann góður, hressilegur og ræðinn vel.